fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 20:58

Stjórnarslitin í borginni vekja furðu margra. Aðrir sjá þó spaugilegu hliðina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að ákvörðun Einar Þorsteinssonar, borgarstjóra og oddvita Framsóknarflokksins hafi vakið furðu. Segja má að fall meirihlutans hafi komið sem þruma úr heiðskíru lofti fyrir marga en óveðurskýin voru þó sýnileg ef vel var að gáð. Að endingu var Flugvallarmálið, hið eilífa þrætuepli innan borgarstjórnar, sem var notað sem átylla til að slíta samstarfinu.

Fjölmargir hafa tjáð sig um tíðindin á samfélagsmiðlum. Þar á meðal fjölmiðlamaðurinn og samfélagsrýnirinn Egill Helgason sem telur eitthvað annað búa að baki.

„Þetta er nú meira leikritið. Gamalt dormandi deilumál vakið upp. Ekki beint eins og hafi verið komin nein ögurstund í flugvallarmálinu! Það býr nú eitthvað annað þarna að baki,“ skrifar Egill og bætir svo við að vandséð sé hvort hægt sé að mynda einhvern meirihluta en næst verður kosið vorið 2026.

„Ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ætluðu að fara saman þurfa þeir að fá einhvern flokk til liðs við sig, þar koma varla til greina aðrir en VG, Sósíalistaflokkur eða FF. Hverjar eru líkurnar á því? Nema Viðreisn stökkvi yfir.“

Illugi Jökulsson, samfélagsrýnir og fjölmiðlamaður, er harðorðari.

„Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt. Einar Þorsteinsson sem átti að vera maður nýrra og ferskra tíma reynist vera ömurlegur smeykur valdakall, hræddur við að missa vinnuna í næstu kosningum. Og valdi svo flugvallarmálið sem tilefni til að sprengja meirihlutann!! Flugvallarmálið! Þetta er nú meiri vitleysan.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formannsframbjóðandi, sá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman.

Þá hafa margir bent á það að meirihlutinn var ekki langlífur eftir að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri til margra ára, yfirgaf borgarstjórnina og hélt á Alþingi.

Í viðtali við RÚV fyrr í kvöld sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna, að stjórnarslitin hefði ekki komið sér á óvart enda hafi meirihlutinn verið verklaus og stemming súr. Þá sé óvíst hvort að Einar hafi pálmann í höndunum varðandi meirihlutasamstarf og meðal annars séu uppi hugmyndir um kvennastjórn enda sitji 15 konur í borgarstjórn.

Þá segir Líf Einar ekki hafa haft samband við oddvita í borginni áður en ákvörðunin var tekin, og að því leyti hafi ákvörðunin komið á óvart. „Hann er ekki með neitt plan en hann hefur aldrei haft neitt plan sem borgarstjóri heldur.“

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar var á öðru máli í viðtali við Vísi.

„Ég bara viðurkenni fúslega að þetta kemur mér mjög á óvart, og mér finnst óskiljanlegt að mál sem að allir hafa vitað allan tímann að væru skiptar skoðanir um, flugvallarmálið, að það skuli vera notað sem átylla til að sprengja meirihlutann,“ sagði Hjálmar og bætti við að flugvöllurinn hefði verið eina ágreiningsmál meirihlutans.

Pilsnerfylgið sé Einari hugleikið

Þá eru margir á því að um 3% fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt skoðanakönnunum, sem margir uppnefna pilsnerfylgi, sé ástæðan fyrir ákvörðun Einars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Í gær

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?
Fréttir
Í gær

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“