fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

CCP og Stokkur leiða nýjan lista GPTW

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. febrúar 2025 15:59

Starfsfólk CCP en fyrirtækið er efst á lista GPTW með fleiri en 100 starfsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir vellíðan starfsfólks™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem hafa náð árangri í að láta starfsfólk sitt upplifa mikla vellíðan á sínum vinnustað.

Great Place to Work er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu, sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að búa til einstaka, afkastamikla vinnustaði þar sem starfsfólki finnst því vera treyst og metið að verðleikum.

CCP er í efsta sæti hjá GPTW yfir fyrirtæki með 100 starfsmenn og fleiri. Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar kemur í fyrsta skipti inn á listann og er í öðru sæti. DHL, A4, AÞ-Þrif og BYKO eru í næstu sætum. Stokkur Software er í efsta sæti yfir fyrirtæki með færri en 100 starfsmenn og Kvennathvarfið er í öðru sæti. Planet Youth, Húðlæknastöðin, Kolibri, Smitten, Orkan, Sahara, Bluecat og Wisefish koma þar á eftir.

Til að setja saman listann greindu menningarsérfræðingar Great Place To Work þúsundir starfsmannakannana og mátu heildræna upplifun þeirra af vellíðan í starfi út frá grundvallarþáttum í vellíðan starfsfólks, þar á meðal jafnvægi milli vinnu og einkalífs, lífsfyllingartilfinningu, starfsánægju og fjárhagslegu öryggi. Matið fól einnig í sér mat á því hversu vel stofnuninni tókst að skila samræmi í starfsreynslu sinni á öllum deildum og starfsaldursstigum.

„Vellíðan, skuldbinding og traust milli starfsfólks eru mikilvægir þættir í farsælli vinnustaðamenningu. Nú á okkar fyrsta ári með lista yfir Frábærir vinnustaðir fyrir vellíðan starfsfólks™ á Íslandi, getum við sýnt þau leiðandi fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem bjóða upp á umhverfi sem stuðlar að framúrskarandi andlegri, líkamlegri, fjárhagslegri og félagslegri vellíðan. Það er ekkert leyndarmál að með því að tryggja að starfsfólki finnist því raunverulega treyst og sýnd  umhyggja, er það þeim mun heilbrigðara, afkastameira og skuldbundnara hlutverki og tilgangi fyrirtækisins eða stofnunarinnar,segir Benedict Gautrey, framkvæmdastjóri Great Place To Work í Bretlandi.

,,Við erum ákaflega stolt af því að fá þessa viðurkenningu. Við trúum því að vellíðan okkar starfsmanna sé forsenda þess að hægt sé að skapa, hanna og þróa framúrskarandi vörur og veita góða þjónustu með því að viðhalda góðri vinnumenningu og stefnu innan fyrirtækisins með traust, virðingu og sveigjanleika að leiðarljósi,segir Helga Lóa Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Stokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“

Þorvaldur ómyrkur í máli: „Borg­in virðist hrein­lega vera að nýta sér ástandið“
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“