fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 7. febrúar 2025 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar um borð í flugvél Neos á leið frá Tenerife til Akureyrar í gær fengu aðeins lengri flugferð en þeir áttu von á. Eftir rúma átta tíma í loftinu lenti vélin í Glasgow á Skotlandi eftir árangurslausar tilraunir til lendingar, bæði á Akureyri og svo í Keflavík.

Eins og landsmenn vita gekk vonskuveður yfir landið í gær og voru rauðar viðvaranir í gildi fram eftir degi. Þetta hafði sín áhrif á flug og voru margar flugferðir felldar niður.

DV ræddi við farþega sem var um borð í vél Neos og segir hann að stemningin í fluginu hafi verið ágæt þrátt fyrir býsna langt ferðalag.

„Farþegar voru aðallega hissa á að vélin hafi lagt af stað frá Tenerife í ljósi þess hvernig veðrið var,“ segir farþeginn og bætir við að eins hafi komið á óvart að ekki hafi tekist að lenda vélinni á Akureyri.

„Við vorum komin það neðarlega og svo komu nokkrar vélar á eftir okkur og lentu í Keflavík.“

Farþeginn segir að búið hafi verið að finna hótel fyrir farþega í Glasgow og var hugsað vel um farþegana, þó að maturinn um borð hafi verið búinn. Bætir hann við að farþegar hafi klappað þegar vélin lenti í Glasgow enda getur það tekið á að sitja í flugvél í átta tíma og fimmtán mínútur.

Óvíst er hvenær hópurinn kemst heim.

„Við erum enn í óvissu, það er verið að skoða veðurskilyrði heima en okkur hefur verið sagt að halda kyrru fyrir á hótelinu þar ti frekari upplýsingar berast,“ segir farþeginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum