fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 21:00

Jóhann Scott Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Scott Sveinsson, þrjátíu og eins árs gamall Íslendingur, hefur játað sök í tveimur ákæruliðum varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis í bænum Abbotsford í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Annars vegar var um að ræða ákærulið um dreifingu barnaníðsefnis í júní 2022 og síðan varsla slík efnis í maí 2023.  Jóhann tók ekki afstöðu til þriðja ákæruliðsins um dreifingu slík efnis sem átti að hafa átt sér stað í janúar 2023.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Abbotsfords News en aðalmeðferð í máli Jóhanns Scotts fer fram þann 15. febrúar næstkomandi.

DV hefur fjallað ítarlega um mál Jóhanns Scotts, sem á íslenskan föður en skoska móður. Jóhann hefur starfað við kvikmyndagerð ytra, sem og á Íslandi, en samkvæmt erlendum miðlum er hann ekki grunaður um að hafa framleitt barnaníðsefni heldur leita eftir slíku efni á netinu, hala því niður og dreifa því áfram í lokuðum nethópum.

Sér í lagi var um að ræða efni sem sýndi mæður misnota syni sína kynferðislega og eru þolendurnir börn undir tíu ára aldri. Jóhann mun hafa tjáð eiginkonu sinni að hann sé ekki haldin barnagirnd heldur sé hann kynlífsfíkill og sú fíkn hafi stigmagnast og leitt hann út á þessar brautir.

Í kjölfar þess að Jóhann Scott var handtekinn við rannsókn málsins og yfirheyrður þá lét hann sig hverfa úr Abbotsford. Er hann sagðust hafa flutt í snarhasti með íslenskri eiginkonu sinni og barni til bæjarins Stoney Plain, sem er innan Edmonton-héraðs í Alberta-ríki Kanada. Svæðið mun vera utan lögsögu lögreglu í heimabæ Jóhanns, Abbotsford.

Hefur hann síðan ákveðið að snúa tilbaka og svara til saka fyrir dómstólum.

Jóhann Scott starfaði um skeið hjá Linus Media Group, sem rekur eina stærstu Youtube-síðu heims, Linus Tech Tips, sem einbeitir sér að því að fjalla um og gagnrýna nýjungar varðandi tölvur og hverskonar tækni. Fyrirtækið hefur orðið fyrir barðinu á röð hneykslismála og var mál Jóhanns Scotts eitt þeirra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína