fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska blaðið Expressen segir að sýrlenskir ríkisborgarar hafi verið meðal fórnarlamba skotárásarinnar í Risbergska-skólanum í Örebro í Svíþjóð í fyrradag.

Tíu voru skotnir til bana og féll meintur árásarmaður, hinn 35 ára gamli Rickard Andersson, svo fyrir eigin hendi.

TV4 hefur greint myndband sem Hashem Shams, nemandi við skólann, tók þegar hann faldi sig inni á salerni á sama tíma og Rickard var fyrir utan þar sem hann skaut á fólk.

„Þið ættuð að yfirgefa Evrópu,“ heyrist á upptökunni rétt áður en tveir skothvellir heyrast. Í frétt TV4 kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða að árásarmaðurinn hafi látið þessi orð falla.

Sænska lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að árásin hafi verið „hugmyndafræðilegs“ eðlis en Expressen segir að einhverjir sýrlenskir ríkisborgarar hafi verið á meðal fórnarlamba árásarinnar. Í skólanum er meðal annars boðið upp á tungumálakennslu fyrir innflytjendur.

Greint var frá því í gær að árásarmaðurinn hafi verið búsettur í Örebro og ekki komið við sögu lögreglu áður. Hann hafi verið einfari og verið búinn að einangra sig mikið undanfarin misseri.

„Hann var einfari og við höfum ekki átt mikil samskipti við hann á síðustu árum. Sem barn var hann dálítið öðruvísi en fjörugur. Honum gekk vel í skóla en hann hafði átt erfitt uppdráttar á síðustu árum,“ hafði Aftonbladet eftir einstaklingi sem þekkti til hans.

Í frétt BBC kemur fram að Rickard hafi stundað nám við þennan sama skóla og var því vel kunnugur byggingunni. Hann er sagður hafa stundað nám þar síðast árið 2021 að hann hætti að mæta.

Sex eru særðir eftir árásina og þar af fimm alvarlega, þrjár konur og tveir karlar. Ástand þeirra mun þó vera stöðugt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína