fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannlíf hefur að undanförnu rifjað upp Vítalíu-málið og birt það í nýju ljósi, á grundvelli upptöku af símtali milli Loga Bergmanns fjölmiðlamanns og Arnars Grant líkamsræktarþjálfara, en upptakan var rannsóknargagn í máli gegn Vítalíu Lazarevu sem kærð var fyrir fjárkúgun gegn þremur auðmönnum.

Vítalía sakaði Loga um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á hótelherbergi í golfferð í Borgarnesi eftir að Logi hafði gengið inn á hana og Arnar Grant á herberginu. Í símtalinu við Arnar þverneitar Logi fyrir að hafa snert Vítalíu og Arnar tekur undir með honum.

Sjá einnig: Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Sem frægt varð sakaði Vítalía þrjá félaga Arnars um að hafa brotið gegn sér í heitum potti í bústað Þórðar Más Jóhannessonar í Skorradal. Mannlíf rifjar upp málið á grundvelli lögregluskýrslna og segir meðal annars:

„Framan af sumarbústaðarferðinni var allt með kyrrum kjörum. Þegar leið á kvöldið yfirgaf Þorsteinn samkvæmið. Einhver lagði til að hann tæki Arnar með sér. Hann var þá að sögn orðinn drukkinn. Arnar þvertók fyrir að fara.

Arnar sló um sig og bauð féllögum sínum að horfa á sig og Vítalíu í ástarleik. Þetta kemur fram í vitnisburði bílstjóra Þorsteins M. Jónssonar, sem kom í bústaðinn áður en dró til þeirra örlagaríku tíðinda sem áttu eftir að skekja íslenskt samfélag. Arnar hafði boðið Vítalíu í bústaðinn þrátt fyrir andmæli félaga sinna. Bílstjórinn sagði að Arnar hefði verið sá eini sem var ánægður með að Vítalía væri á leiðinni. „Vitnið kvað Arnar hafa verið óviðeigandi í tali og sagst ætla að sofa hjá kæranda (Vítalíu) og hinir mættu horfa á ef þeir vildu,“ segir í lögregluskýrslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trefjar smíða fyrir First Water

Trefjar smíða fyrir First Water
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“
Fréttir
Í gær

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar