fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fyrir ummæli hennar um sjávarútveginn í fjölmiðlum skömmu eftir að nýja ríkisstjórnin var mynduð.

Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is. Heiðrún segir að fyrirsjáanleiki sé mikilvægur í atvinnurekstri en að sjávarútvegurinn hverju sinni þurfi að takast á við mikla óvissu, t.d. aflabrest og óstöðugleika í heimsmálum. Glannalegar yfirlýsingar ráðamanna hjálpi ekki. Hún rifjar upp orð Ingu Sæland um áramótin:

„Nú hefur formaður Flokks fólksins hið minnsta í þrígang, jafnvel oftar, frá því ríkisstjórn var mynduð haft í frammi það sem verður ekki skilið öðruvísi en hótanir í garð einnar helstu útflutningsatvinnugreinar þjóðarinnar og burðarstólpa verðmætasköpunar. Orð í þá veru féllu í Kryddsíld Stöðvar tvö og í fréttum á sömu sjónvarpsstöð í liðinni viku bætti hún um betur og sagði að fiktað yrði þannig í sjávarútvegi að aðilar innan greinarinnar væru nú skjálfandi á beinunum. Og enn var formaðurinn í sama gírnum í Bítinu á Bylgjunni þar sem hún sagði að ráðist yrði að vigtun, ísun og aflaverðmæti.

Ég viðurkenni að ég er hugsi yfir þessari nálgun formannsins. Er eitthvað gott fengið með því segja fólki og fyrirtækjum að hræðast einhverjar óljósar yfirvofandi athafnir eða ákvarðanir stjórnvalda? Auðvitað hefur þetta engin jákvæð áhrif og allra síst á atvinnugrein sem býr við óútreiknanlega duttlunga náttúrunnar og sviptivinda í alþjóðasamfélaginu. Ég skal taka að mér að útskýra hið minnsta tvennt nokkuð augljóst fyrir formanninum.“

Heiðrún segir að þetta sé ekki stórmannleg framkoma af hendi Ingu í garð þess stóra hóps sem starfar í sjávarútvegi. Óljósar hótanir hennar kyndi undir reiði og óvissu hjá þessu fólki. Einnig geti slíkur málflutningur dregið úr fjárfestingum í greininni:

„Sé það einlægur vilji formannsins að sjávarútvegur „skjálfi á beinunum“ af hræðslu við það sem koma skal, þá hefur honum líklega með tali sínu tekist að ná því fram að fyrirtæki í sjávarútvegi haldi að sér höndum í fjárfestingum. Eins og áður sagði er það nefnilega fyrirsjáanleiki sem tryggir að aðilar taki áhættu og fjárfesti til lengri tíma. Það gera þeir ekki skjálfandi á beinunum vegna þess sem koma skal.“

Bendir Heiðrún síðan á að fjárfestingar í sjávarútvegi hafi dregist töluvert saman undanfarin tvö ár. Sérstaklega í því ljósi sé mikilvægt að stjórnvöldi hafi skilning á því að fyrirsjáanleiki er greininni mikilvægur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn
Fréttir
Í gær

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“