fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 12:30

Lucy Letby starfaði á fyrirburadeild sjúkrahússins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 2023 var breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby sakfelld fyrir morð á sjö ungabörnum og tilraun til að myrða sjö aðra hvítvoðunga á Chester-spítala í samnefndri enskri borg. Málið gegn Letby vakti heimsathygli en hún var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir hina hryllilegu glæpi sína. Átti hún að hafa sprautað lofti inn í blóðrás nýburanna sem hafi orðið þeim að aldurtila.

En þegar rykið fór að falla til jarðar fór að bera á efasemdum um niðurstöðu dómstólsins. Nú hefur teymi fjórtán sérfræðinga lokið rannsókn sinni á málinu og niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi í London í morgun. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að Letby hefði gert sek um að hafa myrt börnin og að andlát þeirra mætti rekja til vanrækslu og lélegrar ummönnunnar á spítalanum. Daily Mail greinir frá.

Dr. Shoo Lee, sem sestur er í helgan stein en er afar virtur á sviði nýburalækninga, fór fyrir nefndinni. „Dauði eða skaði sem þessir nýburar urðu fyrir var í öllum tilvikum af náttúrulegum orsökum eða vegna vanrækslu,“ sagði Lee á blaðamannafundinum. „Í stuttu máli, dömur mínar og herrar, þá fundum við enga morðingja,“ bætti Lee ennfremur við.

Lee og skýrsluhöfundar fóru síðan yfir dauðsfall hvers ungabarns fyrir sig og útskýrðu hvað hefði að öllum líkindum valdið andláti þeirra.

Sjá einnig: Lucy var dæmd fyrir að hafa myrt sjö kornabörn

Lee er höfundur vísindagreinar frá árinu 1989 sem fjallar um skaðann sem loft getur valdið komist það í æðar ungabarna. Ákæruvaldið í máli Letby vísaði ítrekað í vísindagreinina í réttarhöldunum og átti greininn þátt í sakfellingu Letby. Lee segir hins vegar að saksóknarar hafi misskilið niðurstöðu vísindagreinarinnar og ekki sé neitt að finna í henni sem bendi til sektar hjúkrunarfræðingsins.

Ein helsta ástæða þess að Letby var tengd við málið til að byrja með var sú að hún átti að hafa verið á vakt þegar allir hvítvoðungarnir önduðust eða sýndu merki um að eitthvað væri að. Í byrjun vikunnar var hins vegar greint frá því að ný gögn bentu til þess að það væri ekki rétt, Letby hefði ekki verið á vakt í að minnsta kosti þriðjuni tilvikanna.

Skýrsla Lee og hinna sérfræðinganna verður eitt helsta sönnunargagn lögfræðinga Letby en ráðgert er að nefnd muni taka fyrir mál hennar á næstunni og meta hvort að það verði endurupptekið eins og hávær krafa er um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björgólfur Guðmundsson er látinn

Björgólfur Guðmundsson er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“
Fréttir
Í gær

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“

Rottweiler hundur sem réðst á konu á Akureyri svæfður – „Við erum mörg að syrgja elsku Puma“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“