fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 10:30

Svona var útsýnið að kvöldi 22. ágúst í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðan við Svartsengi er nú í raun þannig að beðið er eftir eldgosi. Frá lokum síðasta eldgoss hefur því verið spáð að líkur á öðru eldgosi myndu vaxa verulega í kringum mánaðamót janúar/febrúar.“

Þetta segir í færslu sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi um stöðu mála við Svartsengi.

Í færslunni er bent á að kvikusöfnun hafi verið nokkuð stöðug síðan í lok nóvember.

Þá var birt mynd frá Veðurstofunni sem sýnir áætlaða kvikusöfnun á milli atburða.

„Rauði ferillinn sýnir núverandi stöðu og er kvikumagnið nú áætlað í kringum 35 milljónir rúmmetra, sem er álíka mikið og safnaðist fyrir í aðdraganda eldgossins í maí. Nokkuð meira þurfti þó til áður en síðustu tvö eldgos urðu, eða 38-40 milljónir,“ segir í færslunni.

Þá er bent á að um 40 milljónir rúmmetra hefðu safnast undir Svartsengi í aðdraganda eldgossins í ágúst, sem reyndist síðan stærsta eldgosið hingað til.

Í færslu sem Veðurstofa Íslands birti síðastliðinn föstudag kom fram að að nýjustu líkanreikningar bentu til þess að magn kviku undir Svartsengi væri komið að neðri mörkum.

„Miðað við reynslu síðustu gosa hafa líkanreikningar sýnt að kvikuhlaup eða eldgos hafa orðið eftir að þessum neðri mörkum er náð,“ sagði Veðurstofan í færslu sinni.

„Ef horft er til þeirra sex eldgosa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni hafa eldgos byrjað allt frá þremur dögum upp í fjórar vikur eftir að neðri mörkum er náð. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum