fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl árið 2022 var forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga (IHS), Jón Ingvar Pálsson, og forstöðumaður útibús stofnunarinnar á Ísafirði, Bragi Rúnar Axelsson, reknir frá stofnuninni. Gerðist það í kjölfar þess að stjórn stofnunarinnar sagði af sér og ný stjórn var skipuð. Róttæk breyting sem þeir gerðu á innheimtuaðferðum stofnunarinnar án þess að greina stjórn frá því er það sem hér er undir.

Ákveðið var að útista innheimtu meðlaga hjá vinnuveitendum, sem draga þau af starfsmönnum sínum, til fyrirtækis í eigu Braga, Officio. Meðlagsgreiðendur sem töldu sig vera að greiða til IHS voru í raun að greiða meðlög inn á reikning Officio. Bragi Axel tók síðan innheimtuþóknun af greiðslunum sem IHS var bannað að gera. Fyrirtæki í eigu náins vinar Braga Axels tók að sér að hanna forrit til að annast þessa innheimtu. Var sú forritun mjög dýr.

Auk þess að vera forstöðumaður útibús stofnunarinnar á Ísafirði var Bragi Axel yfirlögfræðingur stofnunarinnar. Hann gat því í krafti stöðu sinnar samið við eigið fyrirtæki um að taka yfir stóran hluta lögbundinna verkefna IHS.

Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í kvöld.

Segja ráðstöfunina ólöglega

Ný stjórn IHS telur þessa útvistun innheimtuverkefna IHS hafa verið ólöglega og þeim Jóni Ingvari og Braga Axel hafi mátt vera ljóst að hún væri a.m.k. á gráu svæði. Einnig segir stjórnin að fjármunir sem tilheyri stofnuninni finnist ekki og skipti þeir milljónum.

Bragi Axel neitaði að koma í viðtal við Kveik en Jón veitti viðtal og varði þessi vinnubrögð. Segir hann að þau hafi skilað bættri innheimtum meðlaga. Stjórnin bendir á að hafi innheimta meðlaga verið í ólagi áður þá hafi það verið á ábyrgð þeirra Jóns og Braga Axels. Stjórnin telur þessa útvistun verkefna til starfsmanns fyrirtækisins vera mjög óeðlilega.

„Allt orkar tvímælis. Það er alveg sama, það gerir það, alveg sama hvað það er. Og sérstaklega í lögfræði. Í lögfræði, geturðu fengið eina, tvær, þrjár, fjórar eða fleiri niðurstöður. En ég ætla ekkert að gera lítið úr því. Eftir á að hyggja mátti gera þetta eða hitt? Jú, örugglega. En það var ekki tilefni þessara ofsafengnu viðbragða sem urðu við þessu. Það var bara ekki til, ekki tilefni, ekki neitt,“ segir Jón Ingvar í viðtali við Kveik. Hann segir að samningurinni við Braga Axel og Officio hafi ekki verið leyndarmál innan stofnunarinnar en fyrri stjórn hennar vissi ekki af honum og taldi trúnaðarbrest hafa orðið. Sagði hún þess vegna af sér.

Rannsókn stendur enn yfir

IHS hefur nú í raun verið lögð niður og innheimta meðlagsgreiðslna færð til ríkisins. Rannsókn héraðssaksóknara á vinnubrögðum stjórnenda IHS hefur staðið yfir síðan árið 2022 og er ólokið. Óvíst er hvort þeir Jón Ingvar og Bragi Axel verða ákærðir fyrir afbrot í starfi. Um þetta segir í Kveik:

„Sögu Innheimtustofnunar lauk fyrir réttu ári, 1. janúar 2024. Þá var hún lögð niður og verkefnin færð til ríkisins,nánar tiltekið til sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi.

Það virðist erfitt að neita því að stjórnun og rekstur Innheimtustofnunar hafi verið með sérkennilegum hætti, í besta falli. Héraðssaksóknari hefur nú í á þriðja ár rannsakað hvort einhver lögbrot voru framin. Enn hefur ekki verið gefin út ákæra . Það er því alls óljóst hvort einhvern tíma verður ákært fyrir meint brot, hvað þá hvort einhver hlýtur dóm fyrir. Var þetta ólöglegt eða bara skrítið? Það á enn eftir að koma í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum