fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Ágúst Úlfsson, leikari, leikstjóri, leikskáld og handritshöfundur, leitaði á náðir Facebook-vina sinna í gærkvöldi vegna handrits af kvikmynd sem finnst ekki.

„Í kringum síðustu aldamót munaði hársbreidd að ég leikstýrði bíómyndinni DRAUMUR Í DÓS. Ég hafði skrifað handritið og fengið til þess tvívegis handritsstyrk og síðan fullan framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði. Það var framleiðslufyrirtækið Saga Film sem ætlaði að vinna þetta verkefni með mér. Síðan gerðist það af asnalegum ástæðum, sem ég ætla ekki að rekja hér og nú, að myndin varð aldrei að veruleika og ég skilaði styrknum í heild sinni til sjóðsins,“ sagði Karl Ágúst í færslu sinni og bætti við:

„Nú vill einnig svo asnalega til að umrætt handrit finnst ekki, hvernig sem leitað er, hvorki útprentað, inni á gömlum tölvudiskum eða í tölvupóstum til þeirra sem áttu og ætluðu að vinna að myndinni með mér. Að vísu hafa fleiri verk eftir mig glatast af ýmsum ástæðum (aðallega asnalegum), en þetta er ákaflega sérkennilegur skaði sem ég á erfitt með að sætta mig við,“ sagði Karl og spurði þar af leiðandi hvort það sé hugsanlegt að einhver lumi á DRAUMI Í DÓS í einhverju formi.

Kvaðst hann hafa spurt Kvikmyndamiðstöð, Kvikmyndasafnið, Saga Film og alla þá sem unnu að undirbúningi myndarinnar, en enn sem komið er hafi handritið ekki fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt
Fréttir
Í gær

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku