fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 16:00

Ása segir hollt að spyrja um tilgang lífsins en það sé ekki allt fallegt í biblíunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari, vara unga kirkjurækna drengi við að lesa fordómafulla texta úr Biblíunni. Það reyni á presta og biskup að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn.

„Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum,“ segir kennarinn í grein á Vísi í morgun. „Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok myndbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja.“

Tilgangur lífsins

Tilefni greinarinnar var frétt RÚV á sunnudag af því að borið hafi á aukinni kirkjurækni ungra drengja. Samfélagsmiðlar spili þar stóra rullu og að það þyki töff að mæta í messu. Kalli hópurinn sig Church Bros.

Úr sjónvarpsfréttum. Skjáskot/RÚV

„Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra?“ segir Ása Lind.

Slíkar siðferðislegar hugmyndir sé að finna í öllum trúarbrögðum. Það sé samt þó ekki endilega þannig að við þurfum trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Það geti fólk vel án þess að vísa til æðri máttar eða guðs. En ef biblíulestur og kirkjuferðir auki þessar pælingar sé það flestum hollt.

Fordómafullir textar

„Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð,“ segir hún hins vegar og bendir á að biblían sé samansafn ólíkra rita, skrifað á hundruð ára tímabili. „Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á.“

Segir hún að ef drengirnir velji að lesa þessa fordómafullu texta viti það ekki á gott. „Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblíunnar,“ segir Ása. „Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú.“

Áhersla á kærleiksboðskapinn

Að lokum segir Ása að nú reyni á presta, biskup og kirkjuna alla að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn. Hann sé kjarni lútherskrar kirkju, það er þjóðkirkjunnar okkar.

„Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap,“ segir hún. Einnig reyni á foreldra og skóla. „Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt