fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Björgólfur Guðmundsson er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 07:07

Björgólfur Guðmundsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður er látinn  84 ára að aldri. Björgólfur var fæddur þann 2. janúar 1941. Hann var um langa hríð áhrifamesti viðskiptamaður Íslands.

Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Björgólfur gekk í Verzlunarskóla Íslands og nam lögfræði við Háskóla Íslands um tíma. Hann sat í stjórn Heimdallar á árunum 1965 til 1968 og gerðist framkvæmdastjóri Dósaverksmiðjunnar eftir það.

Björgólfur var svo ráðinn framkvæmdastjóri Hafskips árið 1977 sem hann stýrði til ársins 1986.

Hann flutti svo til St. Pétursborgar í Rússlandi árið 1993 og stofnaði þar drykkjarvöruverksmiðjuna Bravo Brewery ásamt syni sínum, Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni. Verksmiðjan var síðan seld til Heineken fyrir 400 milljónir dollara árið 2002.

Björgólfur sneri svo aftur til Íslands og var í forsvari hins svokallaða Samson-hóps sem keypti tæplega helmingshlut í Landsbankanum. Hann sat í stjórn bankans frá því í febrúar 2003 og fram að bankahruninu.

Björgólfur kom víða við í viðskiptum og kom meðal annars að fjármögnun á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Var hann sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar árið 2005. Hann kom að stofnun SÁÁ og var formaður samtakanna um árabil.

Þá kom Björgólfur að kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham árið 2006 og varð aðaleigandi félagsins.

Björgólfur kvæntist Margréti Þóru Hallgrímsson árið 1963 en hún lést árið 2020, níræð að aldri. Þau áttu saman fimm börn, Friðrik Örn Clausen, Hallgrím, Margréti, Bentínu og Björgólf Thor.

Björgólfur og eiginkona hans, Þóra Hallgrímsson, á heimavelli West Ham árið 2008. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trefjar smíða fyrir First Water

Trefjar smíða fyrir First Water
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“
Fréttir
Í gær

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar