Rottweiler hundurinn sem réðist á og beit konu á Akureyri fyrir skemmstu hefur verið svæður. Hundurinn var þjáður vegna æxlis.
Eigandinn, Íris Vanja Valgeirsdóttir, greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.
„Kæru vinir eins og þið vitið þá er ég eigandi af Puma. Með miklum harmi þá tilkynni ég að hann hefur fengið hvíldina sína,“ segir Íris í færslunni sem skrifuð er á Facebook grúbbuna Hundasamfélagið.
Hundurinn réðst á konuna um miðjan janúar. Hlaut hún mikla áverka, svo sem axlarbrot, rifinn vöðva og sinar, og verður frá vinnu í marga mánuði. Hún var á gangi eftir Wilhelmínugötu þegar hún mætti hundinum sem réðist skyndilega að henni og beit.
„Ég og umsjónarmaður hans erum niðurbrotin eftir þetta og röð af atvikum í desember orsökuðu þetta slys þar á meðal var hann með æxli sem átti að skera í burtu núna í febrúar hann var þjáður og verður sendur í krufningu,“ segir Íris. „En við erum mörg að syrgja elsku Puma og hugur okkar er líka hjá konunni sem lenti í þessu. Við biðjum um frið til að syrgja. Aðgát skal höfð í nærveru sálar .“