fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 3. febrúar 2025 11:00

Trump vill Íslendingana burt frá Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm Íslendingar eru á lista innflytjenda og tollamálstofnunar Bandaríkjanna (ICE) yfir ólöglega innflytjendur sem flytja á úr landi. Alls eru 1,5 milljón manns á listanum.

Trump hefur fyrirskipað brottvísun innflytjendanna og ICE-liðar hafa gengið hart fram í handtökum sínum undanfarnar vikur. Hefur stofnunin þurft að fá lánaða starfsmenn annarra ríkisstofnana til þess að sinna aðgerðunum.

Á lista ICE eru tæplega 1,5 milljón manns sem stendur til að vísa úr landi. Í yfirliti yfir þjóðerni sést að fimm þeirra eru Íslendingar.

Langsamlega mesti fjöldinn kemur frá rómönsku Norður Ameríku. 261 þúsund frá Hondúras, 253 þúsund frá Gvatemala, 252 þúsund frá Mexíkó og 203 þúsund frá El Salvador.

Á listanum er hins vegar fólk frá flestum þjóðlöndum. Meðal annars 120 Svíar, 45 Danir, 39 Norðmenn og 22 Finnar.

Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að 15 lönd hafi ekki sýnt samningsvilja í að taka við brottvísiðu fólki. Þau eru Bútan, Myanmar, Kúba, Lýðveldið Kongó, Erítrea, Eþíópía, Hong Kong, Indland, Íran, Laos, Pakistan, Kína, Rússland, Sómalía og Venesúela. Einnig að 11 til viðbótar séu í hættu á að lenda í þessum hóp. Það er Bosnía, Búrkína Fasó, Kambódía, Gabon, Gambía, Írak, Jamaíka, Níkaragva, Suður Súdan, Sánkti Lúsía og Víetnam.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“