fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 3. febrúar 2025 17:30

Samningurinn var undirritaður tæpri vikur áður en hann var ræddur í bæjarstjórn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin í Hafnarfirði gagnrýnir harðlega vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ganga fram hjá bæjarstjórn við að koma á fót einkareiknum leikskóla Í Hamranesi. Reksturinn hafi verið auglýstur í aðeins 11 virka daga og svo skrifað undir bindnandi samning án umræðu í bæjarstjórn.

11 virkir dagar

Hamranes er nýtt hverfi sunnan Skarðshlíðar í Hafnarfirði. Þar á að rísa leikskólinn Áshamrar, með 6 deildum sem rúma 120 börn.

Rekstur leikskólans var auglýstur í október og þann 23. janúar síðastliðinn var greint frá því að búið væri að undirrita samning við félagið Framtíðar fólk ehf. Um þetta var hart tekist á fundi bæjarstjórnar þann 29. janúar enda málið ekki verið rætt á þeim vettvangi fyrr.

„Þetta er á svig á lög um leikskóla að okkar mati,“ segir Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar. „Þar er tala mjög skýrt um það að sveitarstjórn taki þá ákvörðun að útvista rekstri leikskóla til einkaaðila. Það er heimilt samkvæmt þeim lögum að sveitarstjórn veiti öðrum leyfi til þess að byggja og reka leikskóla. Þetta er samningur um rekstur og í ljósi þess er mjög ankannalegt að það sé búið að skrifa undir skuldbindandi samning um þetta án þess að bæjarstjórn hafi komið að umræðu um málið.“

Árni segir gagnrýnivert sé að skrifað hafi verið undir samning án fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Þá hafi fresturinn til að sækja um reksturinn í október aðeins verið 11 virkir dagar. Aðeins einn aðili hafi sótt um og var félagið stofnað í kringum áramótin.

„Maður spyr sig hvernig þetta gerist. Það er mjög sérstakt hvað þetta er stuttur tími og síðan er félag stofnað í kringum áramót og skrifað undir. Það án þess að það komi nokkurn tímann til umræðu í bæjarstjórn. Það finnst okkur mjög einkennilegt,“ segir Árni.

Málið hafi verið rætt í fræðsluráði

Í bókun meirihlutans var samningnum um rekstur leikskólans fagnað. Einnig var bent á að fræðsluráð hefði fjallað um málið og þar hefði samningurinn verið samþykktur með öllum greiddum atkvæðum minni og meirihluta.

„Sátt var í fræðsluráði um samninginn sem lagður var til kynningar fyrir mánuði og samþykktur þann 22 janúar. Fjármagn er innan fjárheimilda sviðsins sem áður var samþykkt í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025,“ segir í bókun meirihlutans. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta.“

Ákvörðun eigi að taka fyrir opnum tjöldum

Árni segir að grundvallarmunur sé á því að ræða mál í fræðsluráði og í bæjarstjórn. Fundir bæjarstjórnar eru fyrir opnum tjöldum og þetta sé ákvörðun sem eigi að taka á þeim vettvangi.

Bendir hann á að það vanti leikskóla og þessi leikskóli verði að rísa. Það sé heldur ekki dogmatísk skoðun Samfylkingarinnar að leikskólar megi ekki vera einkareknir.

„En það verður að gera þetta eftir leiðum sem standast skoðun. Það er ekki hægt að fara fram hjá bæjarstjórn í svona veigamiklu atriði. Meginreglan er sú að sveitarfélög reka leikskóla. Ef þú ætlar að víkja frá henni þá á sveitarstjórn að koma að þeirri ákvörðun,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin