fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 200 manns hafa tilkynnt um veikindi eftir hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Á föstudag var haldið þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi og á laugardag fór fram annað þorrablót í Þorlákshöfn.

Í gær greindi mbl.is frá því að minnst 50 manns hefðu veikst eftir þorrablót Hvatar og í frétt Vísis nú í hádeginu kemur fram að tugir gesta hefðu einnig veikst á seinna blótinu. Samtals munu hátt í 200 manns glíma við veikindi eftir blótin.

Samkvæmt heimildum DV leikur grunur á að uppruna veikindanna megi rekja til rófustöppu eða uppstúfs sem voru á boðstólnum á umræddum þorrablótum. Það hefur þó ekki fengist staðfest og eru sýni enn til rannsóknar.

Í frétt Vísis kemur fram að sama veisluþjónustu hafi komið að báðum þorrablótunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Staðfesta komu Asensio
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“