Í gær greindi mbl.is frá því að minnst 50 manns hefðu veikst eftir þorrablót Hvatar og í frétt Vísis nú í hádeginu kemur fram að tugir gesta hefðu einnig veikst á seinna blótinu. Samtals munu hátt í 200 manns glíma við veikindi eftir blótin.
Samkvæmt heimildum DV leikur grunur á að uppruna veikindanna megi rekja til rófustöppu eða uppstúfs sem voru á boðstólnum á umræddum þorrablótum. Það hefur þó ekki fengist staðfest og eru sýni enn til rannsóknar.
Í frétt Vísis kemur fram að sama veisluþjónustu hafi komið að báðum þorrablótunum.