fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. febrúar 2025 20:30

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október síðastliðnum sýndi bandaríski fréttaskýringarþátturinn 60 Minutes viðtal við þáverandi varaforseta og forsetaframbjóðenda Demókrata, Kamala Harris. Donald Trump var ósáttur við viðtalið og sagði það hafa verið klippt til að láta Harris líta sem best út. Lögsótti hann í kjölfarið sjónvarpsstöðina CBS sem sýnir þáttinn og krafðist miskabóta og að óklippt útgáfa af viðtalinu yrði afhent. Stöðin hefur nú orðið við þessum kröfum en gagnrýnendur segja það ógna fjölmiðlafrelsi í Bandaríkjunum.

Lögmenn móðurfyrirtækis CBS, Paramount, hafa unnið að því að semja um málið við lögmenn Trump.

Stöðin segist nauðbeygð til að afhenda viðtalið óklippt. Brendan Carr sem Trump skipaði, þegar hann tók við sem forseti, sem yfirmann FCC, ríkisstofnunar sem sér meðal annars um eftirlit með starfsemi  fjölmiðla, hafi beinlínis fyrirskipað það.

Framleiðendur 60 minutes hafa hingað til neitað því að afhenda óklipptar útgáfur viðtala sem birt eru í þættinum. Fréttamenn sem starfa hjá CBS og á öðrum fjölmiðlum sem og aðrir sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi eru sagðir fylgjast vel með málinu og telja það ógn við fjölmiðlafrelsi.

Línuleg dagskrá

Ásakanir um að viðtalið við Harris hefði verið klippt á óeðlilegan hátt má að sögn rekja til þess að í umræðuþættinum Face the Nation sem sýndur var daginn áður en viðtalið var sýnt í 60 minutes voru birt brot úr viðtalinu þar sem sjá mátti önnur svör við sömu spurningum og í síðarnefnda þættinum. CBS svaraði þessu þannig að svör Harris við spurningum hefðu verið stytt í klippingu í þeim tilgangi að fara ekki fram úr þeim tíma sem ætlaður var í útsendingu þáttanna en um leið sýna svörin í heild sinni, en báðir þættir eru sendir út í línulegri dagskrá.

Lögsókn Trump var lögð fram viku eftir að viðtalið var sýnt en hann hélt henni til streitu þrátt fyrir að hafa unnið kosningarnar. Sagði hann viðtalið hafa verið hugsað til að hafa óeðlileg áhrif á kosningarnar.

Sjálfur hafnaði Trump því að fara í viðtal við 60 Minutes. Hann hefur áður lögsótt fjölmiðlafyrirtæki en hann hefur löngum eldað grátt silfur við fjölmiðla og segir iðulega fréttir sem sýna hann ekki í jákvæðu ljósi vera lygar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“