fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. janúar 2025 19:30

Heklína fannst látin í London fyrir tæpum tveimur árum síðan. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinur íslenskrar dragdrottningar sem lést skyndilega í London vorið 2023 grunar að ekki sé allt sem sýnist varðandi dauða hennar. Rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki.

Dragdrottningin Heklína, eða Stefan Grygelko, fannst látinn í Sóhó hverfinu í London 3. apríl árið 2023. Stefan var aðeins 55 ára að aldri.

Ein þekktasta dragdrottning San Francisco

Stefan var fæddur í Minnesota fylki í Bandaríkjunum árið 1967. Hann átti íslenska móður og bjó á Íslandi á níunda áratugnum. Sviðsnafnið Heklína er dregið af eldfjallinu Heklu.

Heklína var ein af þekktustu dragdrottningum San Francisco, hóf sinn feril árið 1996 á bar sem kallast The Stud en stofnaði síðan sinn eigin bar, Trannyshack þar sem haldnar voru stórar fegurðarsamkeppnir.

Stefan kom einn fram í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og var afar virk ur í góðgerðarmálum, til að mynda til að safna fyrir rannsóknum á HIV. Stefan var að setja á svið leikrit í Sóhó þegar hann fannst látin.

Engin svör

Nú hefur besti vinur og meðleigjandi Heklínu, Joshua Grennell sem einnig er dragdrottning og gengur undir sviðsnafninu Peaches Christ, greint frá því að eitthvað sé dularfull við andlátið eins og greint er frá í blaðinu Metro. Joshua, sem er 51 ára kom að Stefan látnum í íbúðinni sem þeir voru með á leigu í London.

Næstum tveimur árum eftir andlátið hefur enn þá ekki verið tilkynnt nein dánarorsök. Lögregla rannsakaði íbúðina en fann engar vísbendingar. Það eina sem var sagt var að andlátið væri óvænt. Fjölskylda og vinir Stefan hafa síðan beðið í ofvæni að fá einhverjar upplýsingar um hvað hafi gerst.

Of lítið of seint

Í samtali við Metro segir Joshua að það sé greipt í minnið að hafa komið að Stefan látnum og hafi verið mikið áfall.

„Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn. Við þurfum að spyrja okkur hvers vegna?“ sagði Joshua.

Engu að síður virðist vera einhver hreyfing á málinu hjá lögreglunni í London. En í síðustu viku var birt myndband af þremur mönnum sem lögreglan vill ná tali af í tengslum við andlát Stefan. Talið er að þeir hafi heimsótt íbúðina skömmu áður en Stefan fannst látin. En Joshua er ekki sannfærður.

„Þeir birtu þetta eftir að við höfðum þrýst á þá. Þetta er of lítið og of seint. Við erum mjög vonsvikin með rannsóknina,“ sagði Joshua. „Ég er sannfærður um að það hafi verið einhver annar í íbúðinni með vini mínum þegar hann dó sem gæti hafa hjálpað honum ef hann varð fyrir einhverri heilsuógn.“

Þá segir hann fleira hafa verið grunsamlegt.

Heklína og Peaches Christ unnu saman í mörg ár. Mynd/Getty

„Þegar ég kom heim tók ég eftir því að hurðin var ekki alveg lokuð sem var mjög undarlegt. En ég hélt að Stefan hefði rétt skroppið út til að ná í kaffi eða eitthvað,“ sagði Joshua. „Ég beið bara í íbúðinni. Það var allt í rusli, farði út um allt, en ég hugsaði ekki mikið um það. Síðan sá ég Stefan meðvitundarlausan á gólfinu. Hann var í fullum dragskrúða. Það andartak er greipt í minni mitt.“

Hringdi hann í lögregluna sem kom samstundis. En framkoman var ekki eins og hann bjóst við.

„Þeir komu undarlega fram við mig þó ég væri í losti. Hugsanlega var ég undir grun,“ sagði Joshua.

Sagði Joshua lögreglunni meðal annars frá því að viftan hafði verið í gangi. Vifta sem bæði Joshua og Stefan þoldu ekki. Það hlyti einhver annar að hafa verið í íbúðinni.

Ofneysla geti ekki verið orsökin

Vissulega hefðu verið fíkniefni í íbúðinni. En Joshua telur að ofneysla hafi ekki leitt til dauða Stefan.

„Þetta var ekki ofneysla,“ sagði hann. „Stefan tók ekki eiturlyf á þannig hátt. Ekki heróín eða neitt þannig lagað. Ég var ekki heima þegar þetta gerðist en ég var í skilaboðasamskipum við hann og allt hljómaði eðlilega. Ég hafði ekki áhyggjur af neinu.“

Finnst honum skrýtið að lögreglan sé núna að leita þessum þremur umræddu mönnum sem höfðu sést á öryggismyndavélum. Spyr hann af hverju það hafi ekki verið gert fyrr.

„Ég veit ekki hvernig lögreglan í London virkar en ég er ekki hrifinn af vinnubrögðunum. Við viljum fá svör og við vitum ekki einu sinni dánarorsökina,“ sagði Joshua.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“