fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. janúar 2025 21:30

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, greinir frá því að búið sé að koma fyrir kostnaðarmæli á prentara í leikskólum. Þetta muni sjálfsagt minnka kostnað og kolefnisfótspor svo að borgarfulltrúar geti ferðast meira um veröldina.

„Hér er sönn saga sem ég verð að segja ykkur – ein af þessum samtíma-smásögum sem að fá okkur fyrst til að flissa og svo til að stara út í tómið og heyra hvernig tómið flissar,“ segir Sólveig Anna í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

Segir hún að í leikskólakerfi Reykjavíkurborgar, þar sem allt sé undirmannað og fátt virðist ganga upp, hafi einu verkefni verið komið á fót sem sé svo mikilvægt að það hljóti að skila frábærum árangri. Það er að auka kostnaðarvitund starfsfólksins, sér í lagi í sérkennslu.

„Ef að þú vinnur í leikskóla og þarft að prenta út kennslugögn (við sem höfum verið í sérkennslu og stuðnings-bransanum vitum að það er ýmislegt sem þarf að prenta) þá færðu að vita í hvert skipti hvað prentunin kostar,“ segir Sólveig Anna.

Á litlum skjá á prentaranum sé búið að útbúa stillingu þar sem segir fólki nákvæma krónutölu hvers blaðs. Þannig geti starfsmaðurinn verið meðvitaður um hversu mikill íþyngjandi kostnaður hann og barnið séu fyrir borgina. Starfsmaðurinn geti bætt þeirri vitneskju við samviskubitið yfir því að hafa of mikið að gera og ná ekki að klára verkefnalistann sinn.

„Þetta er auðvitað alveg frábært,“ segir Sólveig Anna í kaldhæðnistón. „Bæði eykst kostnaðarvitund og til viðbótar verður starfsfólk eflaust meðvitaðra um umhverfis-spjöllin sem það vinnur með þessu útprenti-veseni sínu og reynir því að hemja sig. Sem er gott; þeim mun minna sem að stuðnings-fulltrúarnir prenta, þeim mun meira geta borgarfulltrúar ferðast um veröldina. Kolefnis-inneign þeirra eykst við prentunar-ögunina á leikskólafólkinu. Svo er líka hægt að láta börnin á leikskólanum sjá krónutöluna á skjánum – hægt að kenna þeim samlagningu og frádrátt, en stærðfræðilæsi er eitt af þeim mörgu læs-um sem leikskólafólk Reykjavíkurborgar á að kenna börnum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna
Fréttir
Í gær

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að einum umsvifamesta hjólaþjófi landsins hafi verið sparkað úr landi – „Svo var mér ógnað með hníf svona í þokkabót“

Fullyrðir að einum umsvifamesta hjólaþjófi landsins hafi verið sparkað úr landi – „Svo var mér ógnað með hníf svona í þokkabót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“