fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. janúar 2025 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn bandarískra flugmálayfirvalda á slysinu skelfilega í Washington í fyrrinótt er í fullum gangi.

 Alls létust 67 þegar flugvél American Airlines lenti í árekstri við herþyrlu þegar flugvélin var að koma inn til lendingar á Reagan-alþjóðaflugvellinum í borginni.

New York Times segir frá því að tveir flugumferðarstjórar fylgist alla jafna með þyrluflugi og umferð flugvéla á þessu svæði vallarins. Venjan sé sú að þeir skipti með sér verkum frá 10 að morgni til 21:30 að kvöldi en yfir nóttina sé verkefnið í höndum eins flugumferðarstjóra.

Í umfjöllun New York Times kemur fram að aðeins einn flugumferðarstjóri hafi verið á vaktinni þegar slysið varð á miðvikudagskvöld að staðartíma. Hinum hafi verið leyft að fara fyrr heim af vaktinni af óþekktum ástæðum.

Flugmálaeftirlit Bandaríkjanna segir í bráðabirgðaskýrslu sinni um slysið að ekki hafi verið nógu margir starfsmenn í flugturninum sé litið til þeirrar umferðar sem var á flugvellinum um það leyti sem slysið varð.

Alan Armstrong, sérfræðingur í flugöryggi, segist telja að flugmennirnir hafi ekki vitað af hver öðrum. Bendir hann á að það sé mjög krefjandi að fljúga í myrkri og nefnir einnig takmarkanir viðvörunarkerfa um borð þegar flogið er í lítilli hæð.

„Miðað við það sem við höfum séð þá tel ég að flugmennirnir hafi ekki haft hugmynd um yfirvofandi slys,” sagði hann í samtali við CNN.

Þá ræddi CNN við þyrluflugmann sem flogið hefur oft til og frá Reagan-flugvelli. Hann segir að flugvöllurinn sé mjög krefjandi og blæs á kjaftasögur þess efnis að um viljaverk hafi verið að ræða. Það sé útilokað og venjan sú að flugferðir, bæði flugvéla og þyrlna, til og frá flugvellinum séu skipulagðar út í minnstu smáatriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“