fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Stefán Einar útilokar ekki að fara að í pólitík og formannsframboð hjá Sjálfstæðisflokknum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 11:30

Stefán Einar Stefánsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi hjá Morgunblaðinu, segist ekki ætla útiloka það að fara í pólitík þegar fram líða stundir og jafnvel bjóða sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum einn daginn.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju viðtali við Stefán Einar í hlaðvarpsþættinum Sláin inn í umsjón Birgis Liljars Önnusonar Sontani.

Í þættinum er farið yfir víðan völl og berst talið meðal annars að formannsslagnum sem er fram undan hjá Sjálfstæðisflokknum.

Enn sem komið er hefur aðeins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnt um framboð en líklegt þykir að fleiri bjóði sig fram á næstu dögum og hafa nöfn Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar meðal annars borið á góma.

Birgir spurði Stefán Einar hvort hann væri einhvern tímann til í að taka þennan slag einn daginn, fara í pólitík og mögulega í formann Sjálfstæðisflokksins. „Núna átt þú marga stuðningsmenn,“ sagði Birgir.

Stefán svaraði að bragði að hann ætti sér einnig marga andstæðinga og bætti svo við:

„Maður þarf að vega það og meta. Já, ég ætla ekki að útiloka neitt í því, mér finnst það alltaf frekar óábyrgt af fólki þegar það gefur afgerandi svör um svona lagað. Ég er 41 árs og ég hef sinnt ýmsum verkefnum um ævina; stofnað fyrirtæki og selt, starfað í háskóla, verið formaður stærsta stéttarfélags landsins, búinn að vera blaðamaður í 10 ár og áhugamál mín eru mörg, auðvitað samfélagsmálin ekki síst. Og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti þegar næst verður kosið til þings eða sveitastjórna eða eitthvað slíkt að það renni á mann æði og maður ákveði að láta reyna á sig. Og ég vona að það séu flestir sem hugsi svona,“ sagði hann.

Birgir og Stefán ræða saman í þættinum.

Stefán nefndi einnig að hann hefði fengið boð um að „taka þátt í pólitíkinni“ núna fyrir síðustu kosningar en hann hefði metið það svo að hann væri á spennandi stað á sínum ferli í fjölmiðlum. Stefán hefur vakið athygli fyrir þætti sína Spursmál – ekki síst í aðdraganda síðustu kosninga þegar hann saumaði býsna hart að forystumönnum þeirra flokka sem buðu fram.

„Og það var úr að ég tók ekki þann slag. En svo eru líka hlutir sem fólk þarf að vega og meta og er nú oft til umræðu, en er bara atriði, ég á lítil börn, ég er með tvo litla stráka og ég á konu sem er í mjög vandasömu og flóknu starfi bæði hér heima og erlendis, og maður þarf að geta sinnt þessu vel. Pólitíkin er eins og þú þekkir bara af hinu pólitíska sviði, þetta er alveg rosalegt starf. Fólk er að allar helgar meira og minna og oft á kvöldin, kannski eitthvað hlé inn á milli á daginn. Menn gera mikið úr því að stjórnmálamennirnir fái langt sumarleyfi og langt jólaleyfi, en mér finnst þeir ekkert of sælir af því miðað við það hvers konar áreiti þetta er daginn út og daginn inn, yfirleitt árið um kring.”

Hægt er að hlusta (og horfa) á þáttinn hér að neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna