fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Segir varhugavert fyrir Kristrúnu að ræða við Trump í síma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 17:30

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir að þiggja ekki fyrirvaralítið fundarboð Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sem forsætisráðherrar Norðurlandanna fengu í kjölfar símtals sem danski forsætisráðherrann átti við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump ásælist Grænland, sem lýtur lögsögu Danmerkur, og hefur haft uppi stórkarlaleg orð um þá ásælni.

Er boðið kom var Kristrún á leið á minningarathöfn um helförina í Auschwitz og segist ekki hafa getað breytt ferðaplönum sínum með svo skömmum fyrirvara. Hún segist hins vegar hafa í hyggju að ræða málin við Bandaríkjaforseta í símtali. Sjá nánar á Vísir.is.

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor á Akureyri, hefur tjáð sig víða um heimsmálin að undanförnu. Hann telur að Kristrúnu hafi ekki borið skylda til að mæta á ráðherrafundinn en hins vegar sé símtal við Trump vafasamt um þessar mundir.

„Í Grænlandsmálinu ættum við fyrst og fremst að styðja Grænlendinga og þeirra markmið um sjálfstæði. Forsætisráðherra Íslands þarf ekki að þjóta á alla fundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem boðaðir eru með skömmum fyrirvara. Hún hefði getað beðið um rafræna tengingu á fundinn ef hún vildi koma skilaboðum á framfæri við sína kollega,“ segir Hilmar í samtali við DV og bætir við að fara þurfi varlega í samskiptum við Bandaríkjamenn þessa dagana:

„Hins vegar gengur svo mikið á í Bandaríkumum þessa dagana að ég sé ekki að ráðlegt sé að biðja um símafund með Donald Trump. Enginn veit hvaða kröfur honum dettur í hug að koma með. Donald Trump er ekki endilega þekktur fyrir að halda sig við staðreyndir. Hann býr til sínar eigin staðreyndir og dregur svo stundum ályktanir sem koma á óvart. Okkar samskipti við Bandaríkin eru í nokkuð góðum farvegi og við eigum að mínu mati ekki að rugga bátnum. Höldum áfram að tala við þá um varnarmál á grundvelli varnarsamningsins og veru okkar í NATO. Höfum skýr skilaboð um að við styðjum markmið Grænlands um sjálfstæði, en biðjum ekki um skyndifundi í síma þegar mikið gengur á í viðkvæmu máli. Lega Grænlands varðar þjóðaröryggi Bandaríkjanna eins og staðan á norðurslóðum er í dag og og stjórnvöld á Grænlandi sem berjast fyrir sjálfstæði Grænlands þurfa að taka tillit til þeirra. Stjórnvöld á Grænlandi eiga að geta fundið samstarfsgrundvöll með stjórvöldum í Bandaríknunum sem kemur báðum vel. Á þessu vettvangi getum við ráðlagt Grænlendingum án þess að hringja beint í Donald Trump.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Farþegarnir þurftu að flýja út á vænginn vegna elds í flugvélinni

Farþegarnir þurftu að flýja út á vænginn vegna elds í flugvélinni
Fréttir
Í gær

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“
Fréttir
Í gær

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?