fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Umboðsmaður Alþingis setur ofan í við ríkisskattstjóra – Málsmeðferð ekki í samræmi við lög og óeðlileg afskipti af æðra stjórnvaldi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Alþingis hefur sett ofan í við ríkisskattstjóra fyrir meðferð embættisins á beiðnum um endurupptöku mála og fyrir óeðlileg afskipti að ferli mála fyrir yfirskattanefnd. Þessi álitamál vöktu athygli umboðsmanns árið 2021 við vinnslu á öðru máli. 

Tiltekið byggingafélag leitaði á árinu 2021 til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir úrskurði yfirskattanefndar. Við vinnslu málsins vöktu málsmeðferð og framganga ríkisskattstjóra athygli umboðsmanns, einkum sú afstaða ríkisskattstjóra að synjun um endurupptöku máls fæli ekki í sér stjórnvaldsákvörðun og þar af leiðandi væri ekki um að ræða kærurétt til yfirskattanefndar og þar af leiðandi engar leiðbeiningar veittar til aðila mála um slíkan kærurétt.

Umboðsmaður rekur í áliti sínu að þegar stjórnvald ákveður að fallast á beiðni um endurupptöku er almennt ekki um stjórnvaldsákvörðun að ræða heldur ákvörðun um málsmeðferð. Öðru gegnir þegar tekin er ákvörðun um að synja eða vísa frá beiðni um endurupptöku.

„Ákvörðun um að synja eða vísa frá beiðni um endurupptöku felur aftur á móti í sér að stjórnvald hafnar framkominni beiðni. Með því er þannig bundinn endi á mál sem lýtur að því hvort hlutaðeigandi eigi lögvarinn rétt á endurskoðun á því hvort fyrirliggjandi stjórnvaldsákvörðun sem beinist að honum sé lögmæt að efni til. Slík synjun fellur að efnisskilyrðum stjórnvaldsákvörðunar.“

Þar með hafði ríkisskattstjóri ekki farið að stjórnsýslulögum þegar hann synjaði fólki um endurupptöku og gætti ekki að leiðbeiningaskyldu, en stjórnvöldum ber að leiðbeina fólki um meðal annars rétt þeirra til að kæra stjórnvaldaákvörðun til æðra stjórnvalds.

Það vakti eins athygli umboðsmanns í máli byggingafélagsins að ríkisskattstjóri gerði kröfu fyrir yfirskattanefnd um frávísun stjórnsýslukæru félagsins. Byggðist sú krafa á því að synjun um endurupptöku væri ekki stjórnsvaldsákvörðun og því ekki kæranleg.

Umboðsmaður segir:

„Þótt niðurstaða mín sé að afstaða ríkisskattstjóra að þessu leyti hafi ekki verið í samræmi við lög, sbr. umfjöllun í kaflanum hér að framan, tel ég þetta atriði málsins jafnframt gefa tilefni til þess að víkja að hlutverki lægra settra stjórnvalda við meðferð ákvarðana þeirra á kærustigi.“

Stjórnvald sem hefur tekið ákvörðun á fyrsta stjórnvaldsstigi geti yfirleitt ekki talist aðili að kærumáli. Yfirskattanefnd hefði átt að kanna hvort skilyrði væru til að vísa málinu frá.

„Ég tel ástæðu til að benda embættinu á að hafa þessi sjónarmið í huga og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að aðkoma þess að kærumálum verði framvegis í betra samræmi við almennar reglur stjórnsýsluréttar og vandaða stjórnsýsluhætti.“

Umboðsmaður lauk málinu með áliti þann 9. janúar 2025

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi