fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Rússar virðast vera að missa mikilvægustu bækistöð sína í Miðausturlöndum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 04:35

Ursa Major að sökkva.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum eftir að stjórn Assads einræðisherra var hrakin frá völdum í Sýrlandi tóku tvö rússnesk flutningaskip stefnuna á Miðjarðarhaf. Þau lágu síðan við festar við strönd Sýrlands í tæpar þrjár vikur. Talið er að sýrlensk stjórnvöld hafi ekki leyft þeim að leggjast að bryggju.

En síðan gerðist það og skipin, sem heita Sparta og Sparta II, gátu loksins farið að sinna því verkefni sem þeim var ætlað. Að flytja búnað frá hinni mikilvægu flotastöð Rússa í Tartus.

Þegar einræðisstjórnin hrökklaðist frá völdum biðu Rússar ekki boðanna að sigla herskipum sínum á brott frá Tartus en mikið af hergögnum, ökutækjum og loftvarnarkerfum var skilið eftir í flotastöðinni. Nú á líklega að koma þessu á brott.

Sparta-skipin eru þekkt fyrir að flytja hergögn og annan „sérstakan farm“ fyrir rússneska varnarmálaráðuneytið.

Þau eru hluti af stærri flota flutningaskipa sem rússneska ríkisskipafélagið Obornologistika á. Félagið heyrir undir varnarmálaráðuneytið. Þriðja skip félagsins, Ursa Major (sem hét áður Sparta III), var einnig á leið til Sýrlands þegar það sökk á dularfullan hátt undan ströndum Spánar á þorláksmessu. Þrjár sprengingar eru sagðar hafa orðið í vélarrúmi þess. Telur skipafélagið að um árás hafi verið að ræða og beinast grunsemdirnar að Úkraínumönnum.

Á sama tíma og Sparta-skipin komu til Tartu bárust Rússum slæmar fréttir. Sýrlensk stjórnvöld tilkynntu þá að samningur við rússneska fyrirtækið Stroytransgaz frá 2019 hefði veirð rifinn í tætlur. Samkvæmt honum átti fyrirtækið að byggja hafnaraðstöðuna í Tartu upp og sjá um reksturinn næstu 49 árin.

Sérfræðingar reikna með að rússneski flotinn verði rekinn frá herstöðinni en þar hefur hann haft aðstöðu síðan 1971. Flotastöðin og herflugvöllurinn í Hmeimim hafa gegnt lykilhlutverki varðandi viðveru rússneska hersins í Miðausturlöndum og Miðjarðarhafi og hefur einnig verið tengipunkturinn vegna flutninga á hergögnum og hermönnum til fjölda Afríkuríkja.

Missir flotastöðvarinnar er því mikið áfall fyrir Rússa og gerir þeim erfitt fyrir að halda herskipum úti í Miðjarðarhafi í langan tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla
Fréttir
Í gær

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim