fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

Leðurblakan handsömuð og er dauð – Náðu myndbandi af því þegar hún var gómuð

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 18:27

Leðurblakan var nær dauða en lífi. Mynd/Dýraþjónusta Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leðurblakan sem hefur flögrað um Reykjavík undanfarna daga var handsömuð á vegg heimahúss í dag nær dauða en lífi. Hún var aflífuð og send til rannsóknar á tilraunastöðina að Keldum.

Að sögn Þorkels Heiðarsson, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur, var leðurblakan fönguð seinnipartinn í dag. Hún var þá mjög illa á sig komin, nær dauða en lífi, eftir að hafa flögrað um Reykjavík í fimbulkulda. Myndband náðist af því þegar leðurblakan var fönguð.

Leðurblakan hefur verið aflífuð en leðurblökur eru mjög þekktir smitberar og geta meðal annars borið með sér hundaæði. Hún hefur þegar verið send á tilraunastöðina að Keldum til rannsóknar.

Sjá einnig:

Leðurblaka vakti athygli gesta í Laugardalslaug

Þorkell segir að leðurblakan hafi verið með 25 sentimetra vænghaf en með lítið í kviðnum. Ekki er vitað hvaða tegund þetta er eða hvernig hún komst hingað. En leðurblökur hafa komið í nokkur skipti til Íslands, aðallega með skipum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir vegatolla í raun margra milljarða styrk til Samskipa, Eimskips og rútufyrirtækja – „Fráleitt að allur almenningur sé að styrkja þessa aðila“

Segir vegatolla í raun margra milljarða styrk til Samskipa, Eimskips og rútufyrirtækja – „Fráleitt að allur almenningur sé að styrkja þessa aðila“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kolbrún segir borgina vera leiðtogalausa eftir brotthvarf Dags – Segir að hann eigi meira skilið frá Kristrúnu

Kolbrún segir borgina vera leiðtogalausa eftir brotthvarf Dags – Segir að hann eigi meira skilið frá Kristrúnu
Fréttir
Í gær

Heimir Már ómyrkur í máli: „Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis“

Heimir Már ómyrkur í máli: „Eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis“
Fréttir
Í gær

Segir kaþólsku kirkjuna skapa fordæmi fyrir trúlausa Íslendinga

Segir kaþólsku kirkjuna skapa fordæmi fyrir trúlausa Íslendinga
Fréttir
Í gær

Anders Fogh leggur til stofnun evrópsks Úkraínu-hers

Anders Fogh leggur til stofnun evrópsks Úkraínu-hers
Fréttir
Í gær

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“