fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Leðurblakan handsömuð og er dauð – Náðu myndbandi af því þegar hún var gómuð

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 18:27

Leðurblakan var nær dauða en lífi. Mynd/Dýraþjónusta Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leðurblakan sem hefur flögrað um Reykjavík undanfarna daga var handsömuð á vegg heimahúss í dag nær dauða en lífi. Hún var aflífuð og send til rannsóknar á tilraunastöðina að Keldum.

Að sögn Þorkels Heiðarsson, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur, var leðurblakan fönguð seinnipartinn í dag. Hún var þá mjög illa á sig komin, nær dauða en lífi, eftir að hafa flögrað um Reykjavík í fimbulkulda. Myndband náðist af því þegar leðurblakan var fönguð.

@lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV – fréttir ♬ original sound – Lilja

Leðurblakan hefur verið aflífuð en leðurblökur eru mjög þekktir smitberar og geta meðal annars borið með sér hundaæði. Hún hefur þegar verið send á tilraunastöðina að Keldum til rannsóknar.

Sjá einnig:

Leðurblaka vakti athygli gesta í Laugardalslaug

Þorkell segir að leðurblakan hafi verið með 25 sentimetra vænghaf en með lítið í kviðnum. Ekki er vitað hvaða tegund þetta er eða hvernig hún komst hingað. En leðurblökur hafa komið í nokkur skipti til Íslands, aðallega með skipum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar