fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Hræ af 14 metra búrhval í Guðlaugsvík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 13:38

Mynd: Höskuldur B. Erlingsson, aðalvarðstjóri LNV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk tilkynningu um hvalreka í Guðlaugsvík í byrjun vikunnar. Í færslu á Facebook segir lögregla að víkin sé rétt sunnan umdæmamarka lögreglustjórans á Vestfjörðum og Norðurland vestra, sunnan við Stikuháls við minni Hrútafjarðar vestan megin.

„Um er að ræða hræ af búrhval, um 14 metra langt. Til samanburðar má áætla þrjár Tesla Y bifreiðar séu nokkurn veginn jafnlangar séu þær samsíða hvalnum, eða sjö Cleveland 3ja sæta sófar lagðir samsíða hvalnum,“ segir í færslu lögreglu.

Þá er vísað í færslu á vef Náttúrufræðistofnunar þar sem fram kemur  að búrhvalurinn sé um margt sérstök hvalategund. Búrhvalurinn finnist á öllum hafsvæðum en hann kjósi að lifa í litlum fjölskylduhjörðum í hlýjum sjó.

„Um er að ræða í þessu tilfelli tarf, en þekkt er að tarfar yfirgefa fjölskyldu sína árstíðabundið til kaldari svæða í fæðuleit. Mikill kynjamunur er á stærð búrhvala, sem mun vera óvenjulegt meðal hvala. Tarfarnir geta náð yfir 18 metra lengd og yfir 40 tonn en kýrnar allt að 12 metrar að lengd og 13 tonn að þyngd.“

Þá segir í tilkynningunni að lögregla þurfi að gera fjölmörgum stofnunum viðvart þegar vart verður við hvalreka – og breytir þá engu hvort um lifandi eða dauðan hval sé að ræða. Þannig þurfi að upplýsa viðkomandi heilbrigðiseftirlit, Matvælastofnun, Hafrannsóknarstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Náttúrustofu sem og sveitarfélagið þar sem hvalrekinn er.

Loks kemur fram að áður fyrr hafi hvalreki þótt mikil búbót og þannig séu til sagni af hvalreka sem bjargaði heilu sveitunum frá hungursneið í erfiðum árum. Þaðan komi líklega merking orðsins hvalreki á íslensku sem kærkomið happ eða óvæntur fengur.

„Þrátt fyrir fagra skepnu og mikilfengleika hennar skal ósagt látið hvort sveitungar í Guðlaugsvík líti á hræið sem happafeng en það heyrir sjálfsagt til undantekninga að ábúendur nýti hvalhræ nú á dögum. Sjái náttúran ekki um að „urða“ hræið getur verið æði flókið að koma því í viðeigandi farveg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband