fbpx
Fimmtudagur 30.janúar 2025
Fréttir

Leðurblaka vakti athygli gesta í Laugardalslaug

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 27. janúar 2025 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppi varð fótur og sundfit í Laugardalslaug um helgina þegar sundgestir urðu varir við leðurblöku á laugarsvæðinu. Fyrst varð leðurblökunnar vart þar sem hún hékk utan á útiklefa laugarinnar og var Sigurður Jökull Ægisson, starfsmaður laugarinnar, snöggur að rífa upp símann og ná stuttu myndbandinu af dýrinu.

„Það urðu gestir varir við hana utan á útiklefanum en hún hékk bara þar í skamma stund. Svo flaug hún af stað, flökkti yfir sundlauginni í smá stund og síðan flaug hún út af svæðinu,“ segir Sigurður Jökull í samtali við DV.

Segist Sigurður Jökull því ekki hafa hugmynd um hver afdrif leðurblökunnar voru en reikna megi með því að hún muni eiga erfitt uppdráttar í vetrarhörkunum.

Aðspurður um hvort eitthvað fleira fréttnæmt hafi átt sér stað tengt heimsókn leðurblökunnar segir Sigurður Jökull:  „Nei, en það eru tónleikar hjá Kapelludrengjum þann 15. mars á skemmtistaðnum Bird.“ Fær hann prik fyrir að vera á tánum þegar kemur að auglýsingatækifærum.

Hér má sjá myndaband sem Sigurður Jökull tók upp og birti á Tiktok:

@chapelbois Leðurblaka í Laugardalslaug í dag – mætti og heilsaði upp á kapelludrengina🦇😈 #fyrirþig #foruyou #kapelludrengir ♬ original sound – chapelbois

Leðurblökur eru nokkuð sjaldgæfir gestir hérlendis en alls hafa fjórar tegundir heimsótt Ísland samkvæmt skrá Náttúrufræðistofnunnar og eru heimsóknirnar eitthvað yfir tuttugu talsins. Talið er að þær hafi borist hingað með háloftavindum eða skipum.

Svokölluð hrímblaka hefur oftast heimsótt landið en það er ein algengasta tegundin í Norður-Ameríku. Önnur tegund sem er kölluð ljósfæla, og er einnig algeng í N- og S-Ameríku, hefur einnig heimsótt landið sem og trítilbaka sem kemur úr austri.

Fjórða tegundin sem heimsótt hefur Ísland ber latneska heitið Myotis keeni septentrionalis en hefur ekki fengið íslenskt heiti hingað til.

Hvort starfsmenn Náttúrufræðistofnunnar geti greint tegund leðurblökunnar af þessu stutta Tiktok-myndbandi skal ósagt látið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frelsissvipting og kynferðislegar misþyrmingar í Vatnagörðum – Var skipað að kúka á gólfið

Frelsissvipting og kynferðislegar misþyrmingar í Vatnagörðum – Var skipað að kúka á gólfið
Fréttir
Í gær

Kona slösuð eftir hundaárás á Akureyri – Lögregla rannsakar málið

Kona slösuð eftir hundaárás á Akureyri – Lögregla rannsakar málið