fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stefnir á að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, en hún tilkynnti framboð sitt á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í gær.

Hún hefur eins opnað framboðssíðuna aslaugarna.is en þar má kaupa af henni framboðsvarning, derhúfu, stílabók ásamt penna og loks skyndihjálparkassa.

Skyndihjálpakassinn kostar 6.500 kr.  og segir í lýsingu að um sé að ræða skyldueign fyrir öll heimili. Áslaug tekur þó fram að hjartastuðtæki og leiðbeiningabæklingur um Heimlich-aðferðina fylgi ekki vel. Þarna vísar þingmaðurinn til atviks sem átti sér stað skömmu fyrir jól þegar Áslaug bjargaði lífi gestar á veitingastaðnum Kastrup.

Gesturinn lenti í því að það stóð í hinum, lyppaðist niður og náði ekki andanum. Þá myndaðist mikið fát og enginn vissi hvað ætti til bragðs að taka – enginn nema Áslaug sem gekk beint til verks og notaði Heimlich-aðferðina. Heimlich er björgunaraðferð til að ná aðskotahlut sem stendur í fólki. Það var læknirinn Heimlich sem bjó aðferðina til árið 1974 og hefur hún síðar bjargað fjölmörgum mannslífum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi