fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. janúar 2025 16:30

Nýr dómsmálaráðherra segir mikilvægt að vinna málið á breiðum grunni. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir mikilvægt að halda umræðunni um hnífaburð ungmenna á lofti til að snúa þróuninni við. Minnir hún á að lágmarkssekt hafi verið fimmtánfölduð og slíkt brot fari nú á sakaskrá.

„Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi,“ segir Þorbjörg í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti.“

Margfaldaðar sektir

Minnir hún á að lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri hafi verið margfölduð, það er hækkuð úr 10 þúsund krónum í 150 þúsund. Það hafi meðal annars þær afleiðingar að brotið fer á sakaskrá viðkomandi.

„Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það,“ segir Þorbjörg. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar.“

Mikilvægt sé að allt sé reynt til að snúa þessari hættulegu þróun við. Meðal annars að upplýsa unga fólkið um refsingarnar og afleiðingarnar og hið augljósa að vopnaburður geti aldrei leitt neitt gott af sér.

Refsingar ekki eina leiðin

En refsingar séu ekki eina leiðin til þess að minnka vopnaburð á almannafæri. Einnig þurfi að nota aðrar leiðir eins og að efla samfélagslöggæslu. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar.

Þá þurfi að vinna málið á breiðum grunni. Það er með samvinnu heimila, skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu.

„Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað,“ segir Þorgbjörg að lokum. „Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda – og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna