fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Friðrik Ólafsson níræður í dag – Haldið upp á afmælið í Hörpu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. janúar 2025 14:30

Friðrik Ólafsson varð fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Ólafsson skákmeistari er níræður í dag. Að því tilefni verður opið hús í Hörpu.

Friðrik er fæddur 26. janúar árið 1935, lögfræðingur að mennt og starfaði lengi sem skrifstofustjóri Alþingis. Hann er þó lang þekktastur fyrir feril sinn sem skákmaður.

Friðrik varð fyrsti stórmeistarinn í skák árið 1958. En þá hafði hann orðið margfaldur Íslandsmeistari í skák og orðið Norðurlandameistari.

Hann sigraði mörg alþjóðleg skákmót og var forseti Alþjóða skáksambandsins (FIDE) árin 1978 til 1982. Í tvígang sigraði hann heimsmeistarann Bobby Fischer. Árið 2015 varð Friðrik sæmdur tigninni aðalheiðursfélagi FIDE. En auk þess hefur Friðrik verið sæmdur ýmsum titlum, svo sem stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Stórafmæli Friðriks verður fagnað í dag í salnum Eyri í Hörpu með opnu húsi. Samkoman hefst klukkan 16 og stendur til 19.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður