Bíll gjöreyðilagðist í bruna í Strýtuseli síðdegis á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti, sem sendi DV meðfylgjandi myndband, gekk greiðlega að slökkva eldinn eftir að slökkviðlið mætti á vettvang. Það breytti því þó ekki að bílinn var gjörónýtur eftir brunann.
Eldsupptök eru ókunn.