Héraðsdómur í frönsku borginni Montpellier hefur dæmt 54 ára konu, Sandrine Pissara, í lífstíðarfangelsi fyrir ofbeldi gegn dóttur hennar. Pyntingar og svelti leiddu til þess að hin 13 ára gamla Amandine lét lífið.
Þegar Pissara var spurð fyrir dómi hvers vegna hún hefði komið svona fram við dóttur sína sagði hún ástæðuna hafa verið þá að stúlkan var lík föður sínum í útliti.
Í yfirlýsingu bað Pissara börnin sín afsökunar og sagðist vera hræðileg móðir.
Þegar Amadine lést í ágústmánuði árið 2020 vóg hún aðeins 28 kg en hún var 1,55 m á hæð. Amadine mátti þola gífurlegt þyngdartap og missti hún bæði tennur og hár vegna næringarskorts. Hún var læst inn í gluggalausri geymslu vikum saman og svelt. Móðir hennar misþyrmdi henni einnig, andlega og líkamlega, togaði í hár hennar, sparkaði í handa og kýldi hana, og barði hana með kústsköftum. Hún öskraði á hana og niðurlægði hana í orðum.
Sem fyrr segir hlaut Pissara lífstíðarfangelsi en samkvæmt dómnum getur hún ekki sótt um reynslulausn fyrr en eftir 20 ár.
Nánar má lesa um málið hér og hér.