Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld, lést í nótt eftir glímu við banvænt lifrarkrabbamein.
Ásgeir hafði skipulagt listviðburðinn „Lífskviða“ sem haldinn verður í Götu sólarinnar á Akureyri kl. 19 í kvöld, í minningu hans. Inni á Facebook-síðu viðburðarins skrifar rithöfundurinn Valur Gunnarsson:
„Kæru vinir. Hræðilegar fréttir. Ásgeir féll frá í nótt. Við vottum fjölskyldu og nánustu aðstandendum dýpstu samúð. Að ósk þeirra og í anda Ásgeirs mun viðburðurinn sem skipulagður hefur verið eigi að síður fara fram á umræddum tíma. Vonumst til að sjá sem flesta og minnast mæts manns. Húsið verður opið frá tvö í dag og upplestur hefst uppúr sjö í kvöld.“
Ásgeir, sem var á 49. aldursári, var búsettur í Prag í Tékklandi síðustu æviárin. Hann fékkst jöfnum höndum við menningarblaðamennsku og ljóðagerð. Ásgeir var ókvæntur og barnlaus.
Í gær birtist á Heimildinni viðtal við Ásgeir sem lesa má hér.