fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Ásgeir H. Ingólfsson er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. janúar 2025 11:25

Ásgeir Ingólfsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld, lést í nótt eftir glímu við banvænt lifrarkrabbamein.

Ásgeir hafði skipulagt listviðburðinn „Lífskviða“ sem haldinn verður í Götu sólarinnar á Akureyri kl. 19 í kvöld, í minningu hans. Inni á Facebook-síðu viðburðarins skrifar rithöfundurinn Valur Gunnarsson:

„Kæru vinir. Hræðilegar fréttir. Ásgeir féll frá í nótt. Við vottum fjölskyldu og nánustu aðstandendum dýpstu samúð. Að ósk þeirra og í anda Ásgeirs mun viðburðurinn sem skipulagður hefur verið eigi að síður fara fram á umræddum tíma. Vonumst til að sjá sem flesta og minnast mæts manns. Húsið verður opið frá tvö í dag og upplestur hefst uppúr sjö í kvöld.“

Ásgeir, sem var á 49. aldursári, var búsettur í Prag í Tékklandi síðustu æviárin. Hann fékkst jöfnum höndum við menningarblaðamennsku og ljóðagerð. Ásgeir var ókvæntur og barnlaus.

Í gær birtist á Heimildinni viðtal við Ásgeir sem lesa má hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Í gær

Friðrik Ólafsson níræður í dag – Haldið upp á afmælið í Hörpu

Friðrik Ólafsson níræður í dag – Haldið upp á afmælið í Hörpu
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns