fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 24. janúar 2025 13:30

Breytingin haustið 2023 var mjög umdeild.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð óánægja er í Kópavogi með breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla í bænum. Þetta sýnir könnun Prósents sem gerð var í sumar og kynnt bæjarráði á fundi í gær, fimmtudag. Einkum er það fólk sem þarf að nýta sér mesta þjónustu leikskóla sem er óánægðast.

Breytingarnar sem voru kynntar sumarið 2023 hafa verið mjög umdeildar og verið mótmælt af mörgum foreldrum. Með nýja kerfinu urðu sex stundir gjaldfrjálsar en leikskólagjöld fyrir lengri dvalartíma hækkuðu mikið. Átti þetta að skapa hvata fyrir foreldra að draga úr dvalartíma en gagnrýnendur bentu á að margir hefðu ekki möguleika á öðru en fullum átta tíma leikskóladegi eða lengur. Ef börn yrðu meira heima þýddi það yfirleitt að mæður þyrftu að minnka við sig vinnu.

Fylgni milli dvalartíma og óánægju

Í könnuninni áttu foreldrar að merkja við, á skalanum 1 til 10, hversu ánægðir þeir væru með breytingarnar á leikskólakerfinu. 57 prósent merktu við 1 til 6, sem er rauðmerkt í könnuninni, 23 prósent við 7 til 8, en 19 prósent við 9 til 10.

16 prósent sögðust vera mjög óánægð með breytingarnar en 14 prósent mjög ánægð.

Áberandi fylgni sést með nýtingu dvalartíma og ánægju með breytingarnar. Mesta óánægjan mælist hjá þeim sem nýta 42,5 til 45 klukkustundir á viku, eða 80 prósent. En hjá þeim sem nýta 30 klukkustundir eða minna, og fá þá leikskólagjöldin felld niður, mælist aðeins 36 prósent óánægja.

Munurinn er minni þegar kemur að kynjum en konur eru þó heldur óánægðari með breytingarnar, það er 60 prósent merkja við einkunnir 1 til 6 á móti 53 prósentum karla.

Munurinn er mun meiri á milli Íslendinga og útlendinga. Eru Íslendingar mun óánægðari með breytingarnar (59 prósent) en útlendingar (32).

Betri líðan

Í könnuninni var einnig spurt hvort foreldrar teldu að breytingarnar hefðu jákvæð áhrif á líðan barnsins í leikskólanum. 30 prósent töldu svo vera en 21 prósent ekki. Um helmingur, 48 prósent, svöruðu „hvorki né.“

Þeir foreldrar sem nýta sér fæsta dvalartíma í leikskólum eru líklegastir til að vera sammála því að barninu líði betur. Þar af 50 prósent þeirra sem nýta 30 stundir eða færri. Sem og yngra fólk og útlendingar.

Sjá einnig:

Móðir í Kópavogi gagnrýnir yfirvöld vegna leikskólamála – „Hvað á ég að gera?“

49 prósent sögðu að sveigjanlegur dvalartími í leikskólanum væri jákvæður fyrir skipulag fjölskyldunnar en 34 prósent voru ósammála þeirri fullyrðingu. 18 prósent svöruðu „hvorki né.“

Slæm áhrif á fjárhag

Hins vegar eru aðeins 23 prósent sammála því að breytingarnar hefðu haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna. Mikill meirihluti, 64 prósent var ósammála þeirri fullyrðingu en 13 prósent svöruðu „hvorki né“.

Við þeirri spurningu var líka áberandi munur á þeim sem nýttu aðeins 30 klukkustundir eða færri og þeirra sem nýttu lengri dvalartíma. 90 prósent þeirra sem nýta lengsta dvalartímann voru ósammála fullyrðingunni.

Þá voru aðeins 30 prósent sammála því að breytingarnar hefðu leita af sér fleiri gæðastunda með fjölskyldu en 45 prósent voru því ósammála. 25 svöruðu „hvorki né.“

Könnunin var gerð 28. Júní til 18. Júlí 2024. 3.143 höfðu þátttökurétt og 1.026 svöruðu, það er 35 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“