fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Syndis hefur sókn á sænska markaðinn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. janúar 2025 15:20

Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, og David Jacoby, sem stýrir sókn fyrirtækisins í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hafið sókn á sænska markaðinn. Sænskir fjölmiðlar hafa meðal annars fjallað um málið í nú í vikunni.

Syndis réð á síðasta ári sænska netöryggissérfræðinginn og hakkarann David Jacoby til að stýra sókn fyrirtækisins í Svíþjóð en hann hefur yfir 25 ára reynslu í netöryggismálum. Dav­id Jacoby er þekkt­ur í Svíþjóð en nálg­un hans á netör­yggi hef­ur m.a. verið sýnd í sænska sjón­varpsþætt­in­um HACKAD. Þar voru raun­veru­leg­ar árás­ir fram­kvæmd­ar í beinni út­send­ingu. Hann er einnig vel þekkt­ur fyr­ir­les­ari og tek­ur reglu­lega þátt í ráðstefn­um um all­an heim. 

Við erum að styrkja stöðu okk­ar á nýj­um mörkuðum og auka enn frekar vöxt fyrirtækisins. Sókn inn á sænska markaðinn er fyrsta skrefið í þessari útrás okkar erlendis. Þekking og þjónusta Syndis er af hæstu gæðum á alþjóðavísu og mætir vel vaxandi þörf margra sænskra fyrirtækja. Við sjáum því gott tækifæri til að styðja sænsk fyrirtæki í að bæta sitt netöryggi.  Þörfin fyrir sterkar og áreiðanlegar lausnir hefur aldrei verið meiri, og við erum spennt að deila sérþekkingu okkar á þessum mikilvæga markaði. 

Á sama tíma er það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að hafa fengið David Jacoby til liðs við Syndis. Hann er í grunn­inn hakk­ari og hef­ur því djúpa þekk­ingu á netárás­um, bæði hvernig þær fara fram og hvernig best er að verj­ast þeim,segir Anton Már Egilsson forstjóri Syndis.

Syndis leggur áherslu á gæða þjónustu, háþróaða tækni og framúrskarandi teymi sérfræðinga til að styðja fyrirtæki í að verja sig gegn vaxandi netógnum, eins og kemur fram í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar