fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Harðar deilur um listaverk sem komið verður fyrir á fjalli í Vestmannaeyjum

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 12:30

Frá Vestmannaeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðar deilur hafa geisað í bæjarstjórn Vestmannaeyja að undanförnu um listaverk Ólafs Elíassonar myndlistarmanns sem til stendur að reisa á fjallinu Eldfelli á Heimaey, til að minnast loka eldgossins á eynni 1973. Eins og mörg eflaust vita myndaðist Eldfell í því gosi. Minnihluti bæjarstjórnar hefur mótmælt áformunum harðlega og vísað einna helst til kostnaðar, umhverfisáhrifa og óánægju meðal bæjarbúa. Meirihlutinn hefur hins vegar andmælt minnihlutanum og ætlar sér ekki annað en að halda áformunum til streitu og hefur í því skyni hafnað tillögu um að efnt verði til könnunar um þau meðal íbúa.

Rætt var um málið á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn þriðjudag. Meirihluti Eyjalistans og Fyrir Heimaey samþykkti gegn atkvæðum minnihluta Sjálfstæðisflokksins að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi bæjarins sem og tillögu að deiluskipulagi fyrir Eldfell. Ganga þessar breytingar út á að mögulegt og leyfilegt verði að koma listaverkinu fyrir á fjallinu.

Í tillögunni að deiliskipulaginu er listaverkinu lýst meðal annars með þeim hætti að það hafi vinnuheitið Wanderer’s perspective (sjónarhorn
akkarans). Það samanstandi af tveimur að því er virðist sjálfstæðum þáttum: kúlulagaskýli og göngustíg sem liggi upp og niður hlíðar eldfjallsins. Þessum tveimur þáttum, þegar þeir séu skoðaðir úr fjarlægð, geti í fyrstu virst erfitt að átta sig á. Útsýnispunktur staðsettur í miðju skýlisins bjóði hins vegar upp á ákveðið sjónarhorn til að skoða verkið í heild sinni. Frá þessum útsýnispunkti mætist göngustígurinn og þakskýlisins saman og myndi fullkominn hring um Eldfellsgíginn.

Bókanir

Bókanir um áformin gengu á víxl milli minni- og meirihluta á bæjarstjórnarfundinum og verða þær að teljast harðorðar. Í sinni fyrstu bókun fullyrtu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að hvorki heildarkostnaður né nákvæm útfærsla á verkinu virðist liggja fyrir þrátt fyrir margra mánaða vinnu. Megn óánægja sé með áformin meðal bæjarbúa, það sé staðfest bæði í skoðanakönnun sem framkvæmd hafi verið af Maskínu og undirskriftalista sem fleiri hundruð hafi skrifað undir. Ef meirihlutinn sé svo sannfærður um ágæti verksins þá ætti hann ekki að óttast það að leyfa bæjarbúum að segja sína skoðun.

Lögðu Sjálfstæðismenn í kjölfarið fram tillögu um að bæjarstjórn myndi efna til könnunar meðal íbúa um málið.

Meirihlutinn lagði þá fram bókun til að svara bókun minnihlutans. Í henni segir að það sé með talsverðum ólíkindum að það skuli vera þörf á því, enn og aftur, að leiðrétta rangfærslur í opinberri umræðu um málið. Það sé ranglega fullyrt að til standi að gera stórfelldar og óafturkræfar breytingar á ásýnd Eldfells. Þessu sé haldið fram þrátt fyrir að í á annað ár hafi gögnin frá listamanninum og landslagsarkitektastofunni Landslagi legið fyrir – og þar sé þvert á móti gert ráð fyrir að allt sem gert verður á Eldfelli verði afturkræft. Þrásinnis sé líka gefið til kynna að eitthvað sé óljóst, eða jafnvel falið, um kostnað Vestmannaeyjabæjar af þessu verkefni. Þar hafi ekkert breyst, og þaðan af síður verið falið, þar sem bæjarstjórn hafi samþykkt samhljóða haustið 2022 – að verja 50 milljónum króna verkefnið.

Rask

Í deiliskipulagstillögunni er ítrekað að listaverkinu eigi að fylgja sem minnst rask. Þar er því þó ekki lýst hvernig mögulegt sé að taka allt hugsanlegt rask til baka.

Meirihlutinn segir enn fremur í sinni bókun að það sé skiljanlegt að bæjarbúar hafi mikinn áhuga á að fá kynnningu á verkinu og dráttur á því hafi ýtt undir tortryggni en Ólafur Elíasson muni koma sjálfur til Vestmannaeyja í febrúar næstkomandi og kynna verkið fyrir bæjarbúum.

Tillagan um íbúakönnun var í kjölfarið felld með atkvæðum meirihlutans.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og bæjarfulltrúi flokksins Fyrir Heimaey gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði einfaldlega of seint að efna til íbúakönnunar heldur hefði þurft að gera það áður en endanleg ákvörðun hafi verið tekin árið 2022. Búið sé að ganga frá nauðsynlegum samningum við íslenska ríkið og Ólaf en ríkið kemur að kaupunum á verkinu.

Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar og oddviti Fyrir Heimaey tók undir orð Írisar en Margrét Rós Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að sjaldan hafi verið svo mikil umræða um og andstaða við svo yfirgripsmikið verkefni.

Með fundargerð bæjarstjórnar er einnig lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs þar sem sömuleiðis var deilt harkalega um kostnað við verkið og áhrif þess á náttúruna.

Líklegt verður að teljast að deilum um þetta listaverk sem til stendur að reisa á Eldfelli sé hvergi nærri lokið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf