fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 24. janúar 2025 18:30

Friðjón er stoltur af baráttunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón  R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, minnist þess að í dag eru 20 ár frá því að SUS (Samband Ungra Sjálfstæðismanna) sendi frá sér ályktun þar sem þess var krafist að lagalegri mismunun á grundvelli kynhneigðar yrði hætt. Jafnrétti fyrir lögum sé grunnstef í Sjálfstæðisstefnunni.

„Þessi ályktun og smá átak sem við fórum í kjölfarið var eitt af því sem ég var ánægðastur með í starfi sem annar varaformaður SUS á sínum tíma,“ segir Friðjón í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

Segir hann að SUS-liðar hafi haldið og tekið þátt í fundum og ráðstefnum um málefnið sem og ýtt á þetta í samtölum við þingmenn.

„Því fer fjarri að ég haldi að okkar lóð á vogarskálarnar hafi riðið einhverjum baggamun, en allt telur,“ segir Friðjón. „Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum er grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar.“

Friðjón segir að þessi minning dragi fram hversu margt hafi breyst til batnaðar á þessum 20 árum. En einnig hvað það sé svekkjandi að réttindabarátta hinsegin fólks skuli enn vera verkefni. Til dæmis að það hafi ekki verið fyrr en í júlí á þessu ári sem hommum leyfist að gefa blóð.

„Það er sérstaklega svekkjandi að eftir að við vorum framarlega í að hætta aðgreiningu á grundvelli kynhneigðar skulum við hafa rekið lestina meðal Evrópuþjóða í þessu máli,“ segir Friðjón. „En við gleðjumst yfir góðri minningu og því að frelsi einstaklinganna sé meira í dag en fyrir tveimur áratugum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“
Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa