fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Ellert B. Schram fallinn frá

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. janúar 2025 13:14

Ellert B. Schram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, rithöfundur og landsþekktur íþróttamaður, er fallinn frá 85 ára að aldri eftir langvinn veikindi. Elllert starfaði á árunum 1981-1994 sem ritstjóri DV samhliða Jónasi Kristjánssyni.

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og pistlahöfundur DV, tók saman yfirferð um feril Ellerts í tilefni af áðurnefndu stórafmæli hans þann 10. október síðastliðinn sem nálgast má hér fyrir neðan. Björn Jón skráði endurminningar Ellerts sem komu út fyrir jólin 2020 og eru því fáir eins vel að sér um feril Ellerts og hann.

Björn Jón Bragason skrifar: Ellert B. Schram – 85 ára

 

Ellert var tvígiftur en fyrri kona hans er Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir en seinni kona han Ágústa Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og framhaldsskólakennari.

Ellert eignaðist fjögur börn með Önnu, þau Ásdísi Björg, Aldísi Brynju og Höskuld Kára. Dóttir þeirra Arna lést hins vegar árið 2022. Þá eignaðist Ellert tvö börn með Ágústu, þau Evu Þorbjörgu og Ellert Björgvin. Að auki eignaðist Ellert einn son utan hjónabands, Arnar Þór Jónsson, sem var ættleiddur á barnsaldri.

DV vottar ættingum og vinum Ellerts innilegrar samúðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Í gær

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sósíalistinn og frjálshyggjuprófessorinn enn á ný í hár saman – „Allt sem er að á Íslandi er þér að kenna“

Sósíalistinn og frjálshyggjuprófessorinn enn á ný í hár saman – „Allt sem er að á Íslandi er þér að kenna“