fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson lenti í óþægilegri lífsreynslu í dag þegar hann var á gangi úti með syni sínum í Urriðaholti. Þar mátti litlu muna þegar vörubíll ók yfir gangbraut á meðan ökumaðurinn var í símanum.

Stefán vekur athygli á málinu í íbúahópi Urriðaholts á Facebook þar sem hann segir nauðsynlegt að brýna fyrir verktökum að hafa varann á, einkum þegar framkvæmdir eiga sér stað nærri athafnasvæðum barna.

„Nú síðdegis ákvað ég að fylgja syni mínum milli húsa í ljósi frétta af aukinni umferð stórra vinnuvéla á holtinu þar sem spennandi framkvæmdir eru nú í burðarliðnum. Mér til mikillar skelfingar sá ég ökumann vörubíls aka út af afgirtu svæði og yfir gangbraut þar sem við feðgar vorum að koma að, en ökumaðurinn var í símanum. Það er útilokað að hann hefði séð okkur tvo ef við hefðum verið í vegi fyrir bílnum og enn síður drenginn ef hann hefði verið einn á ferð.“

Stefán Einar minnir á að undanfarið hefur mikið verið fjallað um skelfilegt banaslys sem átti sér stað á Völlunum í Hafnarfirði í október árið 2023. Þar lét 9 ára drengur lífið eftir að hann varð fyrir steypubíl. Ökumaður bílsins hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi, en fyrir dómi greindu lögreglumenn frá því að merkingum á vettvangi hefði verið ábótavant og lítið sem ekkert sem gaf til kynna að þarna nærri væri íþróttaaðstaða fyrir börn.

Stefán Einar segir að þar sem stórframkvæmdir blandist við athafnasvæði barnahóps sé nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir.

„Undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um skelfilegt banaslys á Völlunum þar sem barn varð fyrir steypubíl. Það gerðist í svipuðum aðstæðum þar sem stórframkvæmdir blandast saman við athafnasvæði barnahóps í hverfinu. Það verður nauðsynlega að brýna fyrir verktökum og undirverktökum að þeir starfa hér í stórhættulegum aðstæðum þar sem hafa verður allan vara á. Spurning er hvort koma verði upp enn frekari merkingum þarna í kring.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá