Í gær, þriðjudaginn 21. janúar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn karlmanni fyrir kynferðislega áreitni.
Málið varðar atvik sem átti sér stað í Grafarvogslaug fimmtudaginn 9. júní 2022, í sturtuklefa Grafarvogslaugar að Dalhúsi 12 í Reykjavík. Maðurinn er sakaður um að hafa snert og tekið utan um getnaðarlim drengs undir lögaldri og sagt við drenginn að hann væri ekki með standpínu.
Aldur barnsins er ekki gefinn upp í ákæru (né nafn eða aldur ákærða) en ákært er með vísun í 2. málsgrein 202 gr. almennra hegningarlaga, sem varðar samræði við eða kynferðislega áreitni gagnvart einstaklingi undir 15 ára aldri. Við brotinu getur legið allt að sex ára fangelsi.
Héraðssaksóknari krefst refsingar yfir manninum en foreldri drengsins gerir kröfu um miskabætur upp á 1,2 milljónir króna.