fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 10:30

María Rut nýr þingmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Mynd/Viðreisn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Rut Kristinsdóttir, nýr þingmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, skammar fyrri ríkisstjórn fyrir slæma stjórnsýslu þegar hún setti hátt innviðagjald á skemmtiferðaskip. Það sé ekki vönduð stjórnsýsla að keyra slík mál í gegn án fyrirvara eða samráðs við greinina.

María Rut skrifar um þetta í grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið var viðbrögð fólks úr ferðaþjónustunni sem hún ræddi við á Mannamóti markaðsstofu landshlutanna, sem er hluti af hinni árlegu Ferðaþjónustuviku.

Afbókanir og tjón

Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga fólks á að ræða við hana um stöðu greinarinnar og mikilvægi þess að byggja enn frekar undir hana. Sérstaklega þegar komi að fyrirsjáanleika og gagnsæi ákvarðana.

„Þar nefndu margir við mig hversu illa kveðjugjöf síðustu ríkisstjórnar hafi komið við greinina þegar ákveðið var í flýti að skella innviðagjaldi á skemmtiferðaskip,“ segir María Rut. Það er ákvörðun sem keyrð var í gegn við afgreiðslu fjárlaga í október. „Það var ekki endilega það að tekin hafi verið ákvörðun um gjaldtöku sem stóð í fólki. Heldur óðagotið og asinn. Enda hefur ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón. Sérstaklega í smærri sveitarfélögum eins og Vesturbyggð, Árneshreppi og í Grundarfirði. Sömu raddir heyrast nú frá Djúpavogi, Grenivík, Höfn, Seyðisfirði og víðar.“

5 þúsund kall á hverja nótt

Þessu innviðagjaldi hafi verið ætlað að jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. En gjaldið er 2.500 krónur á nótt á hvern farþega. Í landi er gjaldið hins vegar aðeins 800 krónur á hvert herbergi. Hjón greiði því 5.000 krónur fyrir nóttina í skemmtiferðaskipi en langtum minna sé gist í landi.

„Burtséð frá því hvað okkur kann að finnast um slíkar gjaldtökur þá er í mínum huga alveg skýrt að það er ekki vönduð stjórnsýsla að keyra slík mál í gegn án fyrirvara eða samráðs,“ segir María Rut. „Tala nú ekki um þegar um er að ræða atvinnustarfsemi sem reiðir sig á verðskrár og bókanir langt fram í tímann.“

Fyrir landsbyggðina skipti öllu máli að vera með fleiri egg í körfunni þegar komi að atvinnuuppbyggingu. Þar skipti ferðaþjónusta og menningartengd starfsemi lykilhlutverki.

„Stjórnvöld eiga að vinna með greininni að þeirri uppbyggingu, en ekki bregða fyrir hana fæti í einhverju óðagoti,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök