fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna ’78, segir að samtökin hafi fengið fjölda fyrirspurna frá hinsegin samfélaginu í Bandaríkjunum um möguleika á flutningum til Íslands. Þetta kom fram í viðtali við Bjarndísi í hádegisfréttum RÚV.

Eins og komið hefur fram hefur Donald Trump, sem tók við völdum í Hvíta húsinu á mánudag, ekki beðið boðanna og gefið út fjölda tilskipana um ýmis mál.

Ein snýr til dæmis að því að alríki Bandaríkjanna viðurkenni bara tvö kyn, karla og konur, og önnur snýr að útrýmingu hinnar svokölluðu DEI-stefnu úr bandarísku stjórnkerfi.

Bjarndís sagði í fréttum RÚV að tilskipun Trumps ógni bæði félagslegu og lagalegu öryggi hinsegin fólks. Gera samtökin ráð fyrir að fólk sem er trans eða sýnilega hinsegin verði fyrir auknu áreiti.

„Mikið af því sem við sjáum hérna á Íslandi í umræðunni kemur frá Bandaríkjunum og þessi tilskipun Trumps er mjög alvarleg, gefur leyfi fyrir hatri og fordómum og ég held að okkur sé ekki greiði gerður með því að láta eins og við séum algjörlega  aftengd frá þeirri umræðu sem er í gangi vestan hafs,“ sagði Bjarndís.

Þá hafi samtökin fengið margar fyrirspurnir frá hinsegin samfélaginu í Bandaríkjunum frá fólki sem vill kanna möguleikann á því að flytja til Íslands. Segir Bjarndís að samtökin aðstoði eftir fremsta megni þá sem leitra til þeirra.

Kallar Bjarndís eftir því að ríkisstjórn Íslands taki skýra afstöðu í samræmi við þá utanríkisstefnu sem er á Íslandi og snýr meðal annars að mannréttindum hinsegin fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það
Fréttir
Í gær

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist