fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 10:30

Seyðisfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru sem lögð var fram í tengslum við fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Varðar kæran synjun Matvælastofnunar á þeirri ósk að framlengja frest til að skila inn athugasemdum við tillögu að rekstrarleyfi eldisins.

Sjókvíaeldið fyrirhugaða hefur reynst umdeilt. Tæplega 13.000 manns hafa skrifað undir mótmæli gegn eldinu og málið hefur valdið deilum meðal íbúa á Seyðisfirði.

Í úrskurði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir að samtökin Vá! – félag um vernd fjarðar og eigendur jarðarinnar Dvergasteins hafi kært þá ákvörðun Matvælastofnunar að synja beiðni um að framlengja frest til að gera athugasemdir við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi hins fyrirhugaða sjókvíaeldis en úrskurðurinn var kveðinn upp í gær, sama dag og fresturinn rann út.

Í úrskurðinum kemur fram að kærendur hafi vísað til þess, í beiðni sinni til Matvælastofnunar um að framlengja frestinn til að gera athugasemdir, að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Beiðninni var hafnað. Kærendur ítrekuðu hana þá en Matvælastofnun hélt sig við fyrri svör og hafnaði beiðninni enn á ný. Var þá gripið til þess ráðs að kæra ákvörðunina til Matvælaráðuneytisins sem vísaði henni til nefndarinnar.

Það er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að það sé samkvæmt stjórnsýslulögum ekki hægt að kæra stjórnvaldsákvörðun fyrr en hún bindur enda á mál. Í þessu tilfelli sé um að ræða ákvörðun sem varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en bindi ekki enda á málið sem slíkt, í skilningi stjórnsýslulaga.

Þar af leiðandi var kærunni vísað frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina