fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson gefur lítið fyrir skýringar stuðningsmanna auðkýfingsins Elon Musk á handahreyfingum hans á samkomu repúblikana í gær. Ríkasti maður heims hafi augljóslega verið að heilsa að nasistasið. Þetta kemur fram í pistli hans sem birtist hjá Heimildinni í morgun.

Illugi segir að eðli kveðjunnar fari ekki á milli mála en hann kallar hana „viðurstyggilega nastistakveðju“ sem þar að auki var látin flakka úr ræðustól sem var rækilega merktur embætti forseta Bandaríkjanna.

„Hin fasíska tilhneiging margra áhangenda Trumps hefur aldrei fyrr birst á jafn augljósan hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa að nasistasið einu sinni, heldur gerði það tvisvar.“

Illugi rekur að sumir stuðningsmenn Trump hafi reynt að afsaka kveðjuna með því að vísa til þess að hún komi nú ekki upphaflega frá fasistum eða nasistum heldur sé um að ræða forna rómverska kveðju sem ítalskir fasistar hafi svo stolið löngu síðar.

„Þetta er bull. Engar heimildir, nákvæmlega engar, eru um að kveðja í þessa áttina hafi verið notuð af Rómverjum hinum fornu.“

Oath of the Horatii - Wikipedia

Rithöfundurinn rekur að um sé að ræða sögusagnir sem rekja megi til málverks frá árinu 1784 eftir franska málarann David.  Málarinn var að túlka frásögn úr riti rómverska söguritarans Liviusar um þrjá bræður sem voru að vinna eið um að þeir væru tilbúnir að fórna lífinu fyrir borg sína.

„Það sem skiptir máli hér er hins vegar að sá sperrti hægri armur og hönd er snýr niður með útrétta fingur sem bræðurnir sverja með eiðinn er algjörlega uppfinning Davids. Ég ítreka að engar heimildir eru í rómverskum ritum um slíka kveðju.“

Illugi segir að því sé það úr lausu lofti gripið að hér sé á ferðinni einhver ævaforn rómversk kveðja.

„En sem sé, vilji menn afsaka framferði Musks með Hitlers-kveðjunni þannig að þar hafi verið um að ræða ævaforna rómverska kveðju, þá er það úr lausu lofti gripið.

Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað.

Og hefur ekki þótt brúkleg í siðuðu samfélagi í 80 ár — fyrr en þá núna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum