Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir stórfellda líkamsárás sem framin var aðfaranótt sunnudagsins 7. maí 2023 fyrir utan skemmtistað í Reykjavík.
Ákærði er sakaður um að hafa slegið mann hnefahöggi svo að brotaþoli féll við og skall með höfuðið í götuna. Rotaðist hann og hlaut ennisbrot, kúpuhvolfs- og kúpubotnsbrot, blæðingu inn á heila og opið sár á höfði.
Brotaþoli gerir kröfu um miskabætur að fjárhæð tvær milljónir króna.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 28. janúar næstkomandi.