fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 16:12

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir fundur borgarstjórnar Reykjavíkur. Meðal þess sem er á dagskrá er beiðni Dags B. Eggertssonar formanns borgarráðs um lausn frá störfum borgarfulltrúa fram til loka kjörtímabilsins. Eins og kunnugt er var Dagur kjörinn á Alþingi í kosningunum í nóvember. Dagur hefur setið í borgarstjórn frá 2002 og var borgarstjóri í tæp 10 ár samtals. Hann þakkar fyrir sig og segist ganga stoltur og sáttur frá störfum sínum fyrir Reykjavíkurborg.

Dagur ritar á Facebook-síðu sína:

„Búið að vera magnaður tími – og miklu lengri en ég ætlaði. Við Arna (Arna Einarsdóttir eiginkona Dags, innsk. DV) ætluðum „bara að prófa“, fluttum heim til Íslands, tveir unglæknar, kláruðum nám og hófum að eignast börnin okkar dásamlegu. Þau eru núna flest vaxin okkur yfir höfuð og orðin fjögur!

Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þennan tíma og þakklátur því fólki sem ég hef unnið með á vettvangi borgarstjórnar og hjá Reykjavíkurborg. Þið eruð ótrúlega mörg og ég vona að þið vitið hver þið eruð!
Ég vil líka þakka þeim ótal mörgu borgarbúum og landsmönnum sem ég hef fengið að kynnast og vinna með á þessum tíma. Þvílíkt fólk og hvílík forréttindi að fá að vinna á þessum vettvangi. Ég vona að þið ræktið samskiptin og samstarfið við mig sem mest og best í mínu nýja starfi sem þingmaður á Alþingi. Ég elska Reykjavík! Takk fyrir mig!“

Vaxið og dafnað

Dagur birtir með færslunni eintak af lausnarbeiðni sinni til borgarstjórnar. Þar segir hann það hafa verið forréttindi að fá að starfa sem borgarfulltrúi og borgarstjóri og hann sé ánægður með sín verk á þessum árum sem hann hefur gengt þessum stöðum:

„Á þeim tíma sem liðinn er síðan ég tók sæti í borgarstjórn hefur Reykavík vaxið og dafnað og sótt fram á fjölmörgum, ef ekki öllum sviðum. Það hefur verið stórkostlegt að taka þátt í umbreytingu borgarinnar og þessu mesta framfara og vaxtarskeiði hennar.“

Ljóst er að Dagur er umdeildur og í ljósi langrar setu í stóli borgarstjóra hefur hann haft mikil áhrif á þróun Reykjavíkur og sitt sýnist hverjum en við færsluna eru þó aðeins ritaðar athugasemdir sem einkennast af hlýju og þakklæti.

Einnig verða teknar fyrir á fundi borgarstjórnar lausnarbeiðnir Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins og Rögnu Sigurðardóttur varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Báðar voru þær eins og Dagur kjörnar á þing í kosningunum í nóvember. Kolbrún óskar hins vegar eftir lausn frá störfum fram til 18. febrúar þegar þingnefnd um niðurstöður kosninganna á að skila af sér niðurstöðu. Segist Kolbrún að því loknu ætla að leggja fram nýja lausnarbeiðni og þá til loka kjörtímabilsins að því gefnu að nefndin staðfesti niðurstöður kosninganna.

Ragna óskar hins vegar eftir lausn frá störfum til loka kjörtímabilsins þar sem hún geti ekki vegna óhóflegs álags sinnt skyldum sínum í borgarstjórn vegna annarrar vinnu ( sem alþingismaður, innsk. DV)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi