Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War í stöðuuppfærslu hennar um gang stríðsins í Úkraínu.
Hugveitan segir að norðurkóresku hermennirnir séu fallbyssufóður á vígvellinum og falli eins og flugur. Frá því í byrjun desember 2024 hafa 92 norðurkóreskir hermenn fallið eða særst að meðaltali á degi hverjum.
Ef þetta heldur áfram á sama hraða verða þeir allir fallnir eða særðir þegar 105 dagar verða liðnir af árinu, eða um miðjan apríl.