fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. janúar 2025 10:00

Lögreglan kom á vettvang en unglingarnir voru á bak og burt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um ungmenni við verslunarkjarna í umdæmi Lögreglustöðvar 3 (Kópavogur og Breiðholt) í gærkvöldi. Fylgdi tilkynningunni að eitt þeirra hefði verið að sveifla kylfu. Þegar lögregla mætti á vettvang voru unglingarnir hins vegar á bak og burt.

Alls voru 89 mál á dagskrá lögreglu í gærkvöld og eru hér listuð þau helstu.

Í umdæmi Lögreglustöðvar 1 í miðbænum var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í tveimur verslunum. Bæði mál voru leyst á vettvangi.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í akstri grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Sumir þeirra voru einnig grunaðir um að aka án ökuréttinda eða brot á reglum um gerð og búnað ökutækja.

Í umdæmi Lögreglustöðvar 2 (Hafnarfjörður – Garðabær) var lögregla einnig kölluð út vegna þjófnaðar í verslun og einnig var það mál leyst á vettvangi.

Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið stöðvaður undir áhrifum. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bílum, vegna skorts á tryggingum eða skoðun.

Í umdæmi Lögreglustöðvar 4 (Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær) var ökumaður sektaður eftir að hafa verið að keyra á 138 km/klst hraða þar sem hámarkið var 90.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn

Hefur ekki fengið borgað fyrir bílskúrinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga