Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austurland og Austfjörðum og óvissustig hefur verið í gildi síðan í hádeginu. Lögregla vinnur að því að hafa samband við fólk á rýmingarsvæðum í Neskaupstað og Seyðisfirði sem á að vera komið þaðan burt klukkan 18:00 vegna snjóflóðahættu.
Um er að ræða þrjá reiti í Neskaupstað og fjóra reiti í Seyðisfirði. Í einum reitnum í Neskaupstað eru 37 heimili. Á meðfylgjandi kortum eru rýmingarreitirnir gulmerktir.
Reitur NE01:
Reitur NE02:
Reitur NE18
Mýrargata 9,11,13,15,17,19,21,23,25,29
Reitur SE-01
-Engin íbúðarhús
Reitur SE-02
– Strandarvegur 27, 29 og 33
Reitur SE-24
-Ránargata 8 og 9
Reitur SE-26
-Engin íbúðarhús
Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar í Herðubreið í Seyðisfirði og Egilsbúð í Neskaupstað. Íbúar sem upplifa óþægindi vegna rýminga eru hvattir til að koma þar við eða hafa samband við hjálparsíma Rauða Krossins, 1717.